Guðmundur Andri til Víkings

Guðmundur Andri Tryggvason í leik með KR.
Guðmundur Andri Tryggvason í leik með KR. mbl.is/Árni Sæberg

Víkingur tilkynnti í dag að knattspyrnumaðurinn Guðmundur Andri Tryggvason sé genginn í raðir félagsins tímabundið.

Guðmundur er félagsbundinn Start í Noregi og er því lánaður til Víkings. Guðmundur hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og ætti að styrkja lið Víkings í Pepsí Max deildinni í sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert