Mikkelsen tryggði Blikum sigur

Thomas Mikkelsen bíður eftir að taka boltann niður á brjóstkassann …
Thomas Mikkelsen bíður eftir að taka boltann niður á brjóstkassann á Akureyri í kvöld. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Breiðablik sigraði KA 1:0 á Ak­ur­eyri í 4. um­ferð Pepsi-Max-deild­ar karla. Thom­as Mikk­el­sen skoraði eina mark leiks­ins.

Eft­ir aðeins tveggja mín­útna leik fengu gest­irn­ir úr Kópa­vogi víta­spyrnu. Daní­el Haf­steins­son braut þá á Thom­as Mikk­el­sen eft­ir horn­spyrnu. Mikk­el­sen fór sjálf­ur á punkt­inn og skoraði af ör­yggi.  

Eft­ir markið voru gest­irn­ir sterk­ari aðil­inn en eft­ir því sem leið á náðu KA-menn betri tök­um á leikn­um. Þeir voru sér­stak­lega hættu­leg­ir í föst­um leik­atriðum. Press­an var mik­il und­ir lok fyrri hálfleiks en allt kom fyr­ir ekki. Staðan 0:1 í hálfleik og Blikar fegn­ir að kom­ast til bún­ings­klefa.

Seinni hálfleik­ur­inn fór ró­lega af stað og var fátt um færi. Heima­menn voru mun sterk­ari aðil­inn í seinni hálfleik og reyndu hvað þeir gátu til að jafna, þeir fengu til að mynda 15 horn­spyrn­ur. Vörn gest­anna stóð þó af sér áhlaup KA-manna og 0:1 sig­ur Breiðabliks staðreynd.

Eft­ir leik­inn er Breiðablik í öðru sæti deild­ar­inn­ar með 10 stig en KA-menn eru í sjö­unda sæti með 3 stig.

KA 0:1 Breiðablik opna loka
Mörk
skorar úr víti Thomas Mikkelsen (3. mín.)
fær gult spjald Ýmir Már Geirsson (59. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Elfar Freyr Helgason (30. mín.)
fær gult spjald Arnar Sveinn Geirsson (58. mín.)
fær gult spjald Kolbeinn Þórðarson (63. mín.)
fær gult spjald Guðjón Pétur Lýðsson (83. mín.)
mín.
90 Leik lokið
1:0 sigur Breiðabliks staðreynd.
90
KA-menn fá aukaspyrnu á fínum stað. Líklegast seinasta tækifæri leiksins.
90
Enn og aftur fá heimamenn aukaspyrnu en ná ekki að nýta sér það frekar en fyrri dagin.
90
Skot í varnarmann Blika af stuttu færi. Heimamenn vilja hendi en fá ekki.
90
4 mínútum bætt við.
89 KA fær hornspyrnu
Gunnleifur nær að lokum til boltans.
89
Heimamenn fá aukapspyrnu á hættulegum stað. Pressan frá heimamönnum er ótrúleg.
88 KA fær hornspyrnu
88 KA fær hornspyrnu
Hallgrímur með skot í varnarvegginn og þaðan aftur fyrir.
87 Sæþór Olgeirsson (KA) kemur inn á
Sóknarmaður inn fyrir varnarmann.
87 Haukur Heiðar Hauksson (KA) fer af velli
86
Heimamenn halda pressu eftir hornið. KA-menn fá að lokum aukapsyrnu á ágætum stað.
86 KA fær hornspyrnu
Langt innkast inn á teig Blika, þeir ná þó að koma boltanum aftur fyrir.
84
Brynjólfur Darri með frábæra takta, fer fram hjá Hauki en er síðan stöðvaður af Daníel sem brýtur á honum.
83 Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) fær gult spjald
Fyrir brot á Almarri
81 KA fær hornspyrnu
Heimamenn ná ekki að nýta 11 hornspyrnu sína.
80 Brynjólfur D. Willumsson (Breiðablik) kemur inn á
80 Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik) fer af velli
80
Dómarinn dæmir sóknarbrot á KA-menn við lítin fögnuð áhorfenda.
79 KA fær hornspyrnu
Enn fá heimamenn hornspyrnu
77
Eitthvað hik á Arnari Sveini og Gröven er við það að komast í boltann en þá kemur Gunnleifur til bjargar.
76
Damir fer hér enn og aftur fyrir skot. Hann hefur verið öflugur hér í seinni hálfleik.
75 Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) kemur inn á
75 Andri Fannar Stefánsson (KA) fer af velli
Heimamenn reyna að fríska upp á sóknarleikinn hér.
73 KA fær hornspyrnu
73 KA fær hornspyrnu
Hrannar með lága fyrirgjöf sem Damir kemst fyrir.
70 Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) á skot framhjá
Höskuldur með góða sendingu á Viktor Örn sem er kominn upp að endamörkum. Hann á skot sem lekur framhjá markinu.
68
Blikar að komast í góða stöðu en Almarr gerir virkilega vel í að vinna boltann til baka.
66 Alexander Groven (KA) kemur inn á
66 Ýmir Már Geirsson (KA) fer af velli
Ýmir á gulu spjaldi og fer hér af velli.
64 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) á skot framhjá
Andri Rafn með ágætt skot sem fer ekki langt framhjá markinu.
63 Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik) fær gult spjald
Fær gult spjald fyrir leikaraskap.
61 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) kemur inn á
61 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) fer af velli
Viktor náði sér ekki á strik í dag.
59 Ýmir Már Geirsson (KA) fær gult spjald
Nú er það Ýmir sem fer í Arnar Svein og fær gult spjald.
58 fær hornspyrnu
Úr aukaspyrnunni átti Torfi skalla að marki en Blikar koma boltanum aftur fyrir.
58 Arnar Sveinn Geirsson (Breiðablik) fær gult spjald
Fer alltof hátt með löppina og brýtur á Ými. Klárt gult spjald. Skil ekki hvernig Arnar getur verið hissa á þessu.
55
Seinni hálfleikurinn fer rólega af stað.
54 KA fær hornspyrnu
Spyrnan er of há og fer aftur fyrir endamörk.
50 Torfi T. Gunnarsson (KA) á skalla sem er varinn
Laus skalli sem Gunnleifur grípur auðveldlega.
50 KA fær hornspyrnu
Andri Fannar fer framhjá Damir en missir boltann aðeins of langt frá sér og gestirnir koma boltanum aftur fyrir.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Leikurinn er kominn af stað á ný.
45 Hálfleikur
Ívar Orri flautar hér til loka fyrri hálfleiks.
45
Blikar að komast í álitlega stöðu þegar Ívar Orri dæmir brot á KA-menn. Kannski aðeins of fljótur að flauta þarna.
42 Haukur Heiðar Hauksson (KA) á skalla sem fer framhjá
Haukur nær skalla eftir góða sendingu Hallgríms en boltinn rétt framhjá. Heimamenn mun öflugri þessa stundina.
41
Hrannar Björn með frábærann sprett upp völlinn, leggur boltann til hliðar áður en hann er tekinn niður rétt utan vítateigs. Heimamenn fá aukaspyrnu á stór hættulegum stað.
37
Elfar Árni skorar með góðum skalla en markið dæmt af vegna rangstöðu. KA-menn tóku hornið stutt og Hallgrímur fékk boltann aftur og var þá í rangstöðu. KA-menn að komast vel inn í leikinn hérna.
36 KA fær hornspyrnu
36 KA fær hornspyrnu
36
Frábært spil heimamanna endar með því að Hallgrímur á skot sem Gunnleifur ver vel.
33
Gunnleifur tekur boltan með höndum alveg við vítateigslínuna. KA-menn heimta hendi en þetta virtist vera réttur dómur hjá Ívari.
31 Guðmundur B. Guðjónsson (Breiðablik) kemur inn á
31 Elfar Freyr Helgason (Breiðablik) fer af velli
30 Elfar Freyr Helgason (Breiðablik) fær gult spjald
Elfar Brýtur af sér. Leggst svo niður og biður um skiptingu. Hann hefur verið að stinga við fæti undanfarnar mínútur.
27
Heimamenn ná að halda pressu eftir hornspyrnuna en að lokum brýtur Daníel af sér og Blikar geta andað léttar.
26
Elfar Freyr þarf aðhlynningu áður en spyrnan er tekin.
25 KA fær hornspyrnu
25 Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) á skot sem er varið
Hallgrímur kemst inn í teig, sendir Damir í jörðina og á svo skot sem Gunnleifur ver í horn.
24
Andri Fannar við það að komast í gegn en Elfar nær í boltann á síðustu stundu.
24
Guðjón Pétur með hættulega sendingu eftir aukaspyrnu sem Blikar ná ekki að nýta.
21 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) á skot framhjá
Eftir góða sókn Blika á Viktor Karl hörku skot sem fer rétt framhjá markinu.
19 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Höskuldur með laust skot sem Aron á ekki í vandræðum með.
18 Breiðablik fær hornspyrnu
18 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) á skalla sem er varinn
Aftur ver Aron vel í markinu.
17 Breiðablik fær hornspyrnu
17 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Höskuldur með flott skot fyrir utan teig sem Aron ver vel í markinu.
15
Breiðablik fær aukaspyrnu á miðjum helmingi KA-manna. Brotið á Davíð Ingvarssyni. Spyrnan er hins vegar ekki góð.
13 KA fær hornspyrnu
Spyrnan frá Hallgrími er of innarlega og Gunnleifur grípur boltann.
9 Torfi T. Gunnarsson (KA) á skalla sem fer framhjá
Eftir hornspyrnuna nær Torfi skalla en nær ekki að stýra boltanum á markið.
9 KA fær hornspyrnu
Gestirnir ná ekki að hreinsa langt frá og boltinn fer af varnarmanni og aftur fyrir.
8
Aftur fá heimamenn aukaspyrnu við endamörk Blika og aftur stendur Hallgrímur yfir boltanum.
6 Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) á skalla sem fer framhjá
Elfar þarf að teygja sig í boltann og skallinn fer vel fram hjá markinu.
4
Gestirnir koma boltanum frá
4
Andri Fannar gerir vel og vinnur aukaspyrnu við vítateigslínuna nálægt endamörkum. Hallgrímur stendur yfir boltanum.
3
Það sló þögn á Greifavöllinn við þetta atvik. Nú er að sjá hvernig heimamenn bregðast við þessu.
3 MARK! Thomas Mikkelsen (Breiðablik) skorar úr víti
0:1 - Thomas skorar af miklu öryggi.
2 Breiðablik fær víti
Blikar fá víti! Ívar Orri metur það sem svo að Daníel hafi togað Thomas niður í hornspyrnunni.
1 Breiðablik fær hornspyrnu
Torfi í baráttu við Mikkelsen og þarf að skalla boltann aftur fyrir.
1
Leikurinn er hafinn!
0
Liðin ganga hér inn á Greifavöllinn.
0
Byrjunarliðin eru komin inn. Athyglisvert að sjá að Blikar eru í 3-4-3 leikkerfinu eins og KA-menn.
0
Breiðablik hefur sigrað Grindavík og Víking en gert jafntefli við HK í þremur fyrstu umferðunum á meðan KA hefur sigrað Val á heimavelli en tapað útileikjunum gegn ÍA og FH.
0
Velkomin með mbl.is á Greifavöllinn á Akureyri, sem er betur þekktur sem Akureyrarvöllur, en þar tekur KA á móti Breiðabliki í fjórðu umferð deildarinnar. Breiðablik er á toppi deildarinnar með 7 stig eftir þrjá leiki en KA er með 3 stig í sjöunda sætinu.
Sjá meira
Sjá allt

KA: (3-4-3) Mark: Aron Dagur Birnuson. Vörn: Torfi T. Gunnarsson, Haukur Heiðar Hauksson (Sæþór Olgeirsson 87), Callum Williams. Miðja: Hrannar Björn Steingrímsson, Almarr Ormarsson, Daníel Hafsteinsson, Ýmir Már Geirsson (Alexander Groven 66). Sókn: Andri Fannar Stefánsson (Nökkvi Þeyr Þórisson 75), Elfar Árni Aðalsteinsson, Hallgrímur Mar Steingrímsson.
Varamenn: Kristijan Jajalo (M), Ólafur Aron Pétursson, Hallgrímur Jónasson, Brynjar Ingi Bjarnason, Nökkvi Þeyr Þórisson, Sæþór Olgeirsson, Alexander Groven.

Breiðablik: (3-4-3) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Elfar Freyr Helgason (Guðmundur B. Guðjónsson 31), Viktor Örn Margeirsson, Damir Muminovic. Miðja: Arnar Sveinn Geirsson, Viktor Karl Einarsson (Andri Rafn Yeoman 61), Guðjón Pétur Lýðsson, Davíð Ingvarsson. Sókn: Höskuldur Gunnlaugsson, Thomas Mikkelsen, Kolbeinn Þórðarson (Brynjólfur D. Willumsson 80).
Varamenn: Hlynur Örn Hlöðversson (M), Guðmundur B. Guðjónsson, Þórir Guðjónsson, Karl Friðleifur Gunnarsson, Andri Rafn Yeoman, Brynjólfur D. Willumsson, Kwame Quee.

Skot: Breiðablik 7 (4) - KA 5 (2)
Horn: KA 15 - Breiðablik 3.

Lýsandi: Baldvin Kári Magnússon
Völlur: Greifavöllurinn (Akureyrarvöllur)

Leikur hefst
15. maí 2019 19:15

Aðstæður:
Flott veður og völlurinn í ágætu standi

Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Aðstoðardómarar: Birkir Sigurðarson og Þórður Arnar Árnason

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert