Mikkelsen tryggði Blikum sigur

Thomas Mikkelsen bíður eftir að taka boltann niður á brjóstkassann …
Thomas Mikkelsen bíður eftir að taka boltann niður á brjóstkassann á Akureyri í kvöld. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Breiðablik sigraði KA 1:0 á Akureyri í 4. umferð Pepsi-Max-deildar karla. Thomas Mikkelsen skoraði eina mark leiksins.

Eftir aðeins tveggja mínútna leik fengu gestirnir úr Kópavogi vítaspyrnu. Daníel Hafsteinsson braut þá á Thomas Mikkelsen eftir hornspyrnu. Mikkelsen fór sjálfur á punktinn og skoraði af öryggi.  

Eftir markið voru gestirnir sterkari aðilinn en eftir því sem leið á náðu KA-menn betri tökum á leiknum. Þeir voru sérstaklega hættulegir í föstum leikatriðum. Pressan var mikil undir lok fyrri hálfleiks en allt kom fyrir ekki. Staðan 0:1 í hálfleik og Blikar fegnir að komast til búningsklefa.

Seinni hálfleikurinn fór rólega af stað og var fátt um færi. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og reyndu hvað þeir gátu til að jafna, þeir fengu til að mynda 15 hornspyrnur. Vörn gestanna stóð þó af sér áhlaup KA-manna og 0:1 sigur Breiðabliks staðreynd.

Eftir leikinn er Breiðablik í öðru sæti deildarinnar með 10 stig en KA-menn eru í sjöunda sæti með 3 stig.

KA 0:1 Breiðablik opna loka
90. mín. 4 mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka