„Stór dagur í dag“

Það styttist í að fyrirliðinn Sölvi Geir Ottesen geti leitt …
Það styttist í að fyrirliðinn Sölvi Geir Ottesen geti leitt Víkinga inn á nýjan gervigrasvöll. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það styttist í að Víkingur Reykjavík geti farið að spila á nýjum gervigrasvelli sínum, en framkvæmdir eru langt komnar í Víkinni.

Víkingur greinir frá því að í dag hafi verið byrjað að leggja undirlag fyrir gervigrasið og völlurinn mældur út. Meðal annars á að staðsetja miðjuna fyrir miðri stúku.

„Stór dagur í dag, byrjað að leggja út gúmmí undirlag fyrir gervigrasið. Völlurinn mældur út og nýja miðjan staðsett, nú fyrir miðri stúku,“ segir í færslu Víkinga.

Víkingur hefur spilað heimaleiki sína á Íslandsmótinu til þessa á gervigrasvelli Þróttar í Laugardag, en stefna á að spila fyrsta heimaleikinn í Víkinni gegn HK þann 14. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert