Fara Breiðablik og FH upp að hlið ÍA?

ÍA vann sterkan sigur á Breiðabliki í síðustu umferð og …
ÍA vann sterkan sigur á Breiðabliki í síðustu umferð og er á toppnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrír leik­ir fara fram í Pepsi Max-deild karla í fót­bolta í kvöld. Þrjú af fjór­um efstu liðum deild­ar­inn­ar verða í eld­lín­unni og gæti staðan á toppn­um því breyst með kvöld­inu. 

Topplið ÍA, sem er nýliði í deild­inni, mæt­ir Stjörn­unni á heima­velli í fyrsta leikn­um kl. 17. Skaga­menn hafa komið skemmti­lega á óvart í sum­ar og er liðið búið að vinna fjóra af fyrstu fimm leikj­um sín­um. 

Fyr­ir vikið er ÍA með 13 stig, tveim­ur stig­um meira en KR, sem vann Vík­ing R. í gær. Stjarn­an er hins veg­ar í sjö­unda sæti með átta stig eft­ir von­brigðatap fyr­ir KA í síðustu um­ferð. 

FH og Breiðablik eru bæði með tíu stig og geta því jafnað ÍA á stig­um, fari svo að Skaga­menn tapi. Vinni ÍA hins veg­ar og FH og Breiðablik tapa, verður ÍA með fimm stiga for­skot á toppn­um. 

Breiðablik mæt­ir Íslands­meist­ur­um Vals á úti­velli kl. 19:15. Vals­menn eru bún­ir að valda mikl­um von­brigðum og aðeins unnið einn leik í allt sum­ar, á meðan Breiðablik vill svara fyr­ir tap gegn ÍA í síðustu um­ferð. 

FH er einnig búið að tapa fyr­ir ÍA, en svaraði með 3:2-sigri á Val í síðustu um­ferð. FH mæt­ir Fylki í Árbæn­um, einnig kl. 19:15. Fylk­ir byrjaði á sigri gegn ÍBV en hef­ur síðan þá leikið fjóra leiki í röð án sig­urs og tapað síðustu tveim­ur. 

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka