Skoruðum markið sem taldi

Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, var afar sáttur með sigur sinna …
Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, var afar sáttur með sigur sinna manna gegn Íslandsmeisturum Vals í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta var vinnu­sig­ur hjá okk­ur í dag og frá­bær þrjú stig, sagði Ágúst Gylfa­son, þjálf­ari Breiðabliks,“ í sam­tali við mbl.is eft­ir 1:0-sig­ur Blika gegn Val í 6. um­ferð úr­vals­deild­ar karla í knatt­spyrnu, Pepsi Max-deild­inni, á Origo-vell­in­um á Hlíðar­enda í kvöld.

„Við pressuðum Vals­ar­ana hátt á vell­in­um og ég er gríðarlega ánægður með allt liðið í dag og frammistöðuna. Bæði lið vildu þrjú stig fyr­ir leik­inn en við tók­um þau í dag sem er mik­il­vægt fyr­ir okk­ur í topp­bar­átt­unni. Við erum að reyna fylgja eft­ir frá­bæru Skagaliði sem er á miklu flugi og við þurft­um á þess­um þrem­ur stig­um að halda til þess að halda í við þá. Vinnu­fram­lagið í dag skóp þenn­an sig­ur og það sást á leik­mönn­um liðsins að þeir ætluðu sér að vinna þenn­an leik.

Blikar fengu nokkk­ur frá­bær færi til þess að gera út um leik­inn en Ágúst var ánægður með karakt­er­inn í sín­um mönn­um að halda áfram að þjarma að Valsliðinu.

„Við sýnd­um ákveðin karakt­er í því að gef­ast ekki upp þótt við vær­um að brenna af nokkr­um dauðafær­um. Vals­ar­arn­ir vilja meina að tvö lög­leg mörk hafi verið tek­in af þeim en við þurf­um ekki að pæla mikið í því þar sem að við skoruðum eina markið sem taldi í leikn­um. Við héld­um hreinu í þokka­bót og ég er mjög sátt­ur.„

Thom­as Mikk­el­sen, fram­herji Blika, var ekki í leik­manna­hóp liðsins í dag en Ágúst seg­ir að hann hafi verið að glíma við meiðsli í aðdrag­anda leiks­ins.

„Thom­as var tæp­ur fyr­ir leik­inn og við ákváðum að taka eng­an áhættu með hann. Það er leik­ur á fimmtu­dag­inn hjá okk­ur og svo aft­ur á sunnu­dag­inn og hann verður klár þá,“ sagði Ágúst Gylfa­son í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka