Fótboltinn í blóðinu og hola í höggi á ferilskrá

Stefán Teitur Þórðarson með boltann í leik gegn Breiðabliki fyrr …
Stefán Teitur Þórðarson með boltann í leik gegn Breiðabliki fyrr í þessum mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stefán Teitur Þórðarson, leikmaður toppliðs ÍA, er leikmaður maímánaðar í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Stefán Teitur er eini leikmaður deildarinnar sem hefur fengið M í einkunnargjöf blaðsins í öllum sex umferðunum og er einn af þremur Skagamönnum sem eru efstir í einkunnagjöfinni með sex M, en hinir eru Óttar Bjarni Guðmundsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson ásamt KR-ingnum Óskari Erni Haukssyni. Skagamenn eiga jafnframt flesta fulltrúa í liði mánaðarins að mati blaðsins, eða fjóra talsins.

Stefán Teitur er tvítugur og af miklum knattspyrnuættum. Faðir hans er Þórður Þórðarson, sem lék í marki ÍA um árabil, og langafinn Þórður Þórðarson var í gullaldarliði Skagamanna á árum áður. Þá eru frændur Stefáns Teits meðal annars þeir Ólafur, Stefán og Teitur Þórðarsynir sem allir eru kunnir í knattspyrnuheiminum. Þá spilar bróðir Stefáns Teits, Þórður, nú einnig með ÍA.

Þegar Morgunblaðið slær á þráðinn til Stefáns Teits er hann í vinnunni hjá fjölskyldufyrirtækinu, Bifreiðastöð ÞÞÞ á Akranesi. Hann segist ekki komast upp með það að líta stórt á sig á vinnustaðnum þrátt fyrir gott gengi Skagamanna það sem af er tímabili. Óli Þórðar og félagar eru þá fljótir að kippa honum niður á jörðina, eins og hann orðar það.

Ítarlegt viðtal við Stefán Teit og úrvalslið maímánaðar má sjá í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert