Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Finnum í tveimur vináttulandsleikjum sem fram fara í Finnlandi um miðjan næsta mánuð.
Fyrri leikurinn gegn Finnum verður í Turku 13. júní og seinni leikurinn í Espoo fjórum dögum síðar, á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Leikirnir eru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni Evrópumótsins sem hefst í ágúst.
Tveir nýliðar eru í hópnum, en það eru þær Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir úr Breiðabliki. Breiðablik og Valur eiga bæði sjö fulltrúa í hópnum.
Rakel Hönnudóttir, Reading, og Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad, eru frá vegna meiðsla, en hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården
Sandra Sigurðardóttir, Val
Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki
Varnarmenn:
Ásta Eir Árnadóttir, Breiðabliki
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Breiðabliki
Guðný Árnadóttir, Val
Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgården
Anna Björk Kristjánsdóttir, PSV
Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård
Sif Atladóttir, Kristianstad
Hallbera Guðný Gísladóttir, Val
Miðjumenn:
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Breiðablik
Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals
Dagný Brynjarsdóttir, Portland Thorns
Margrét Lára Viðarsdóttir, Val
Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg
Sóknarmenn:
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki
Sandra María Jessen, Leverkusen
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki
Elín Metta Jensen, Val
Fanndís Friðriksdóttir, Val
Hlín Eiríksdóttir, Val
Ísland og Finnland hafa mæst sjö sinnum. Ísland hefur unnið tvo leiki, Finnland þrjá og tveimur leikjum lyktaði með jafntefli. Síðast áttust þjóðirnar við fyrir tíu árum og endaði sá leikur með markalausu jafntefli.
Fyrstu tveir leikir Íslands í undankeppni EM fara fram á Laugardalsvellinum. Ísland mætir Ungverjandi 29. ágúst og Slóvakíu 2. september.