Tveir nýliðar í landsliðshópnum

Íslenska kvennalandsliðið mætir Finnum í undirbúningi sínum fyrir undankeppni EM.
Íslenska kvennalandsliðið mætir Finnum í undirbúningi sínum fyrir undankeppni EM. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Finnum í tveimur vináttulandsleikjum sem fram fara í Finnlandi um miðjan næsta mánuð.

Fyrri leik­ur­inn gegn Finn­um verður í Tur­ku 13. júní og seinni leik­ur­inn í Espoo fjór­um dög­um síðar, á þjóðhátíðar­degi Íslend­inga. Leik­irn­ir eru liður í und­ir­bún­ingi ís­lenska liðsins fyr­ir undan­keppni Evr­ópu­móts­ins sem hefst í ág­úst.

Tveir nýliðar eru í hópnum, en það eru þær Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir úr Breiðabliki. Breiðablik og Valur eiga bæði sjö fulltrúa í hópnum. 

Rakel Hönnudóttir, Reading, og Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad, eru frá vegna meiðsla, en hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården
Sandra Sigurðardóttir, Val
Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki

Varnarmenn:
Ásta Eir Árnadóttir, Breiðabliki
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Breiðabliki
Guðný Árnadóttir, Val
Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgården
Anna Björk Kristjánsdóttir, PSV
Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård
Sif Atladóttir, Kristianstad
Hallbera Guðný Gísladóttir, Val

Miðjumenn:
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Breiðablik
Alexandra  Jóhannsdóttir, Breiðabliki
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals
Dagný Brynjarsdóttir, Portland Thorns
Margrét Lára Viðarsdóttir, Val
Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg

Sóknarmenn:
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki
Sandra María Jessen, Leverkusen
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki
Elín Metta Jensen, Val
Fanndís Friðriksdóttir, Val
Hlín Eiríksdóttir, Val

Ísland og Finn­land hafa mæst sjö sinn­um. Ísland hef­ur unnið tvo leiki, Finn­land þrjá og tveim­ur leikj­um lyktaði með jafn­tefli. Síðast átt­ust þjóðirn­ar við fyr­ir tíu árum og endaði sá leik­ur með marka­lausu jafn­tefli.

Fyrstu tveir leik­ir Íslands í undan­keppni EM fara fram á Laug­ar­dals­vell­in­um. Ísland mæt­ir Ung­verj­andi 29. ág­úst og Slóvakíu 2. sept­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert