Viðar vinnur með kvennalandsliðinu

Íslenska landsliðið hefur leik í undankeppni EM 2020 í haust.
Íslenska landsliðið hefur leik í undankeppni EM 2020 í haust. AFP

Dr. Viðar Halldórsson, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands, mun vinna með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu næstu mánuði. Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi landsliðsins í dag.

Viðar hefur allt fá aldamótum starfað sem ráðgjafi fyrir ýmsar íþróttastofnanir, sérsambönd og mörg af bestu íþróttaliðum landsins, félagslið sem og landslið. Viðar hefur í rannsóknum sínum, og ráðgjafarvinnu, verið leiðandi í því að beina sjónum að félagslegum forsendum árangurs og skoðað sérstaklega hvernig kúltúr mótar stemningu og árangur liða og hópa á ýmsum sviðum. 

Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson sagðist á fundinum mjög ánægður með að fá Viðar inn í hópinn þar sem hann mun vinna með bæði þjálfurum og leikmönnum.

Dr. Viðar Halldórsson mun vinna með íslenska liðinu.
Dr. Viðar Halldórsson mun vinna með íslenska liðinu. mbl.is/Valgarður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert