Blikar sendu granna sína úr bikarnum

Markaskorarinn Kwame Quee með boltann fyrir Blika í kvöld en …
Markaskorarinn Kwame Quee með boltann fyrir Blika í kvöld en Ásgeir Börkur Ásgeirsson í liði HK sækir að honum. mbl.is/Hari

Breiðablik er komið áfram í átta liða úr­slit í bik­ar­keppni karla í knatt­spyrnu, Mjólk­ur­bik­arn­um, eft­ir sig­ur á HK í granna­slag í sól­inni á Kópa­vogs­velli í kvöld. Loka­töl­ur urðu 3:1 fyr­ir Breiðablik, silf­urlið keppn­inn­ar frá því í fyrra.

Leik­ur­inn hefði ekki getað byrjað bet­ur fyr­ir Blika, en Kwame Quee kom þeim yfir strax á þriðju mín­útu leiks­ins. Hann stangaði þá fyr­ir­gjöf Hösk­uld­ar Gunn­laugs­son­ar í hornið, hans fyrsta mark fyr­ir Breiðablik í fyrsta byrj­un­arliðsleikn­um.

Blikar réðu ferðinni eft­ir markið en sköpuðu ekki mörg hættu­leg færi. HK fékk ekki mörg færi en þó eitt dauðafæri þegar Brynj­ar Jónas­son slapp einn í gegn eft­ir varn­ar­mis­tök, en Gunn­leif­ur Gunn­leifs­son sá við hon­um. Staðan 1:0 fyr­ir Breiðablik í hálfleik.

Á 52. mín­útu kom annað mark Blika, en það skoraði Guðjón Pét­ur Lýðsson með þrumu­skoti utan teigs sem fór af varn­ar­manni og þaðan óverj­andi í netið. Staðan orðin 2:0 og út­litið svart fyr­ir HK-inga, sem voru nokkuð slegn­ir eft­ir þetta og Blikar nýttu sér það.

Á 59. mín­útu skoraði Hösk­uld­ur þriðja markið þegar hann fylgdi eft­ir skoti Kol­beins Þórðar­son­ar, en Brynj­ólf­ur Darri Will­umsson hafði þá prjónað sig lag­lega inn á teig­inn og komið bolt­an­um á Kol­bein. Staðan orðin 3:0 fyr­ir Blika.

HK-ing­ar náðu að svara fyr­ir sig rúm­um 20 mín­út­um fyr­ir leiks­lok, en Björn Berg Bryde skoraði þá af stuttu færi eft­ir horn­spyrnu Ásgeirs Marteins­son­ar. Staðan 3:1 og HK-ing­ar vöknuðu aft­ur til lífs­ins í kjöl­farið.

Gest­irn­ir sóttu mikið eft­ir að hafa minnkað mun­inn en voru þó aldrei lík­leg­ir til þess að ógna for­skoti Blika að neinu ráði. Breiðablik sigldi því 3:1-sigr­in­um heim og er komið áfram í átta liða úr­slit bik­ar­keppn­inn­ar.

Auk Breiðabliks verða úr­vals­deild­arlið FH, Fylk­is, Grinda­vík­ur, ÍBV, KR og Vík­ings R., auk 1. deild­arliðs Njarðvík­ur, í hatt­in­um þegar dregið verður í átta liða úr­slit keppn­inn­ar.

Fylgst var með gangi mála í beinni texta­lýs­ingu hér á mbl.is, en viðtöl koma inn á vef­inn hér síðar í kvöld.

Breiðablik 3:1 HK opna loka
skorar Kwame Quee (3. mín.)
skorar Guðjón Pétur Lýðsson (52. mín.)
skorar Höskuldur Gunnlaugsson (59. mín.)
Mörk
skorar Björn Berg Bryde (68. mín.)
fær gult spjald Viktor Örn Margeirsson (47. mín.)
fær gult spjald Thomas Mikkelsen (89. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Björn Berg Bryde (16. mín.)
fær gult spjald Kári Pétursson (55. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Breiðablik er komið í átta liða úrslit en HK er úr leik.
90 HK fær hornspyrnu
+4.
90
+3. Blikar halda boltanum þægilega núna og reyna lítið að sækja, enda leikurinn að fjara út.
90
+1. Viktor Karl með sprett vítateiga á milli, en nær svo ekki að koma boltanum frá sér.
90
HK-ingar pressa mikið núna, en Blikar hafa náð að standa það af sér. Það verða þó að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma, svo það er enn tími fyrir dramatík.
89 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) fær gult spjald
Löngu búið að flauta, Mikkelsen lætur sem hann heyrir það ekki og sendir boltann burt.
85 Arnþór Ari Atlason (HK) á skot framhjá
Slakt skot sem fer framhjá.
84 Hörður Árnason (HK) á skot framhjá
Fín sókn hjá HK, sem eru enn að reyna. Hörður fékk boltann vinstra megin í teignum en skotið er laust og boltinn rúllar framhjá.
82 Jonathan Hendrickx (Breiðablik) á skot sem er varið
Snörp sókn Blika, Brynjólfur finnur Hendrickx hægra megin. Færið hans er þröngt og Arnar Freyr les skotið vel.
81 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) kemur inn á
81 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) fer af velli
79
Blikarnir reyna að falla ekki of langt aftur gegn pressu HK-inga. Varamaðurinn Andri Rafn reynir að halda mönnum á tánum með sinni yfirvegun.
78 Valgeir Valgeirsson (HK) kemur inn á
78 Ásgeir Marteinsson (HK) fer af velli
77
Gunnleifur missir boltann og í kjölfarið er smá barningur á teignum. Að lokum er flautað brot á HK, sem ég skil ekkert í reyndar.
77 HK fær hornspyrnu
Sömu megin og markið kom áðan.
73
Alls eru 1.123 áhorfendur á vellinum hér í kvöld.
72 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) kemur inn á
72 Kwame Quee (Breiðablik) fer af velli
72
Nú er hlaupið kapp í HK-inga, sem pressa þrír alveg við vítateiginn þegar Gunnleifur tekur útspark.
71 Kwame Quee (Breiðablik) á skot framhjá
HK-ingar galopnir til baka og Quee kemst á ferðina. Hann er kominn inn í teig en skotið er afleitt og boltinn rúllar framhjá.
68 MARK! Björn Berg Bryde (HK) skorar
3:1 - Þetta er ekki búið! Ásgeir Marteinsson með hornspyrnuna og Björn Berg Bryde kemur boltanum í netið eftir misskilning á teignum hjá Blikunum.
68 HK fær hornspyrnu
67 Breiðablik fær hornspyrnu
Ekkert kom úr hornspyrnunni.
66 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) kemur inn á
66 Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik) fer af velli
66 Jonathan Hendrickx (Breiðablik) á skot sem er varið
Fyrirgjöf inn í teiginn, Hendrickx nær að pota í boltann en Arnar Freyr ver meistaralega og nær að blaka boltanum framhjá stönginni.
62 Ásgeir Marteinsson (HK) á skot framhjá
Hátt yfir utan teigs og engin hætta.
62 Kwame Quee (Breiðablik) á skot sem er varið
Ætlaði að lauma boltanum framhjá Arnari í markinu eftir laglega sókn, en náði ekki kraftinum.
60 Emil Atlason (HK) kemur inn á
60 Brynjar Jónasson (HK) fer af velli
59 MARK! Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) skorar
3:0 - Frábær undirbúningur hjá Brynjólfi Darra, sem fór illa með varnarmenn HK. Hann fann Kolbein í teignum, sem skaut að marki. Það var varið, en Höskuldur fylgdi svo boltanum yfir línuna.
59 Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik) á skot sem er varið
En boltinn er laus í teignum.
55 Kári Pétursson (HK) fær gult spjald
Og Arnar Sveinn steinliggur eftir.
52 MARK! Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) skorar
2:0 - Negla frá Guðjóni! Damir kominn langt fram og inn á teig, rennir boltanum til hliðar þar sem Guðjón Pétur með sinn eitraða spyrnufót neglir að marki. Boltinn fer af varnarmanni og þaðan í hornið, óverjandi.
49 Brynjólfur D. Willumsson (Breiðablik) á skalla sem er varinn
Dauðafæri!! Hendrickx með frábæra fyrirgjöf inn á teig, Brynjólfur Darri er aleinn á markteig en skallar beint á Arnar í markinu.
47 Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) fær gult spjald
Braut klaufalega á Brynjari úti við endalínu. Fór ansi hátt með fótinn og Brynjar liggur eftir.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Nú byrja Blikar og sækja að Fífunni.
46 Arian Ari Morina (HK) kemur inn á
46 Andri Jónasson (HK) fer af velli
Átti svolítið erfitt uppdráttar í bakverðinum í fyrri hálfleik.
45 Hálfleikur
Blikar hafa skorað markið sem skilur hér að og hafa verið með yfirhöndina.
45
Þetta var stórfurðulegt! Það voru allir í vítateig HK, en Guðjón Pétur tók aukaspyrnu inn á teiginn. Boltinn var hreinsaður frá, beint á Guðmund Böðvar sem var aftastur hjá Blikum. Hann ætlar að senda strax fram í teig, en þrumar í andlitið á Guðjóni Pétri, sem steinliggur eftir. Hann fær aðhlynningu og er vægast sagt ósáttur við liðsfélaga sinn.
44 Jonathan Hendrickx (Breiðablik) á skot framhjá
Tók boltann viðstöðulaust utan teigs eftir hornið, en yfir.
43 Breiðablik fær hornspyrnu
39 HK fær hornspyrnu
En Blikar eru fljótir að hreinsa.
39 Brynjar Jónasson (HK) á skot sem er varið
Besta færi leiksins! Það kom manni á óvart að sjá Guðmund Böðvar í miðverðinum hjá Blikum og það sýndi sig þarna þegar Brynjar sneri hann af sér og komst einn í gegn. Gunnleifur varði skotið hins vegar vel.
38
Lítið að gerast í leiknum þessar mínúturnar. Liðin eru nokkuð til jafns með boltann, en HK nær ekki að skapa sér neitt þgear komið er fram á vallarhelming Blika. Á meðan reyna Blikarnir mikið upp kantana en vantar herslumuninn.
32 Kári Pétursson (HK) á skot framhjá
Fyrsta tilraun HK í leiknum. Kári fékk fínan tíma til þess að athafna sig utan teigs en skotið rataði ekki á rammann.
31 Kwame Quee (Breiðablik) á skot sem er varið
Snögg sókn hjá Blikum, skotið frá Quee er rétt utan teigs en nokkuð beint á Arnar Frey í markinu.
27 Brynjólfur D. Willumsson (Breiðablik) á skot framhjá
Brynjólfur tók aukaspyrnuna sjálfur, skrúfaði boltann yfir vegginn en rétt framhjá. Fín tilraun!
26
Blikar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Brynjólfur Darri felldur á vítateigslínunni.
25 Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Vá, þetta voru skrautleg andartök! Arnar Freyr kom langt út úr markinu til þess að vinna boltann og var kominn að miðjuhringnum til þess að hreinsa út af. Blikar tóku innkastið hratt á meðan Arnar spretti til baka, en náði í leiðinni að loka á Kolbein á miðjum vallarhelmingi HK á leiðinni aftur í markið. Boltinn barst svo á Guðjón Pétur á miðjunni sem lét vaða en Ásgeir Börkur var mættur á markteiginn og skallaði frá opnu marki.
20 Arnar Sveinn Geirsson (Breiðablik) á skot framhjá
Hornspyrnan á markteiginn og Arnar Sveinn mokar boltanum yfir.
20 Breiðablik fær hornspyrnu
18 Breiðablik fær hornspyrnu
16 Björn Berg Bryde (HK) fær gult spjald
Braut á Höskuldi.
14 Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik) á skot framhjá
Boltinn skoppaði illa til hans eftir hornspyrnuna og skotið fór hátt yfir.
13 Breiðablik fær hornspyrnu
8
Arnar Freyr markvörður HK og Kári Pétursson samherji hans liggja báðir eftir hornspyrnuna og halda um höfuð séð. Leikurinn er stöðvaður um stund en báðir halda áfram.
8 Breiðablik fær hornspyrnu
6
Viktor Örn með frábæra sendingu úr vörn Blika, inn á vítateig HK þar sem Höskuldur var einn á auðum sjó en náði ekki að snerta boltann. Stórhætta.
3 MARK! Kwame Quee (Breiðablik) skorar
1:0 - Blikarnir voru ekki lengi að þessu! Höskuldur með sendingu frá vinstri og Kwame Quee stangar boltann í hornið. Hans fyrsta mark fyrir Blika!
1 Leikur hafinn
Gestirnir taka miðju og sækja í átt að Fífunni í fyrri hálfleik.
0
Arnþór Ari búinn að sóla sig inn á vítateiginn hjá Blikum, sínu gamla liði, en vissi svo ekkert hvað hann átti að gera við boltann.
0
Þá ganga liðin inn á völlinn í fylgd með ungum iðkendum úr Breiðabliki.
0
Það er ljóst að fjölmenni verður á leiknum, enda sannkallaður grannaslagur og frábært veður. Stóra stúkan er í skugga, því miður fyrir áhorfendur, og því eru margir farnir að koma sér fyrir í þeirri gömlu hinum megin við völlinn.
0
Byrjunarliðin eru klár og Blikar hrókera meira í sinni uppstillingu en HK-ingar. Guðmundur Böðvar Guðjónsson er samkvæmt uppstillingu Blika í vörn liðsins í dag og þá er hinn ungi Brynjólfur Darri Willumsson í fremstu víglínu. Kwame Quee byrjar svo sinn fyrsta leik með Blikum.
0
Bæði lið komust auðveldlega frá sínum verkefnum í 32ja-liða úrslitunum fyrr í vor. Breiðablik vann stórsigur á Magna frá Grenivík, 10:1, en HK vann Fjarðabyggð 5:1.
0
Breiðablik fór alla leið í úrslitaleikinn í keppninni í fyrra, en tapaði þá fyrir Stjörnunni eftir vítaspyrnukeppni. HK féll hins vegar úr leik í 32ja-liða úrslitunum eftir 3:2-tap fyrir Þórsurum frá Akureyri.
0
Þessi lið mættust strax í annarri umferð Pepsi Max-deildarinnar í byrjun mánaðarins. Þá í Kórnum og fór leikurinn 2:2. Blikar eru í öðru sæti deildarinnar með 13 stig en HK í því níunda með fimm stig.
0
Blikar vígðu nýjan gervigrasvöll sinn hér fyrr í mánuðinum og aðstæður eru eins og best verður á kosið enda sól og blíða í allan dag. Það er vonandi að völlurinn verði bara vel vökvaður fyrir leik.
0
Verið hjartanlega velkomin með mbl.is hingað á Kópavogsvöll þar sem framundan er bæjarslagur Breiðabliks og HK í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Flautað er hér til leiks klukkan 19.15.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (3-4-3) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Viktor Örn Margeirsson, Guðmundur B. Guðjónsson, Damir Muminovic. Miðja: Jonathan Hendrickx, Kolbeinn Þórðarson (Viktor Karl Einarsson 66), Guðjón Pétur Lýðsson, Arnar Sveinn Geirsson. Sókn: Kwame Quee (Andri Rafn Yeoman 72), Brynjólfur D. Willumsson, Höskuldur Gunnlaugsson (Thomas Mikkelsen 81).
Varamenn: Hlynur Örn Hlöðversson (M), Viktor Karl Einarsson, Thomas Mikkelsen, Þórir Guðjónsson, Aron Bjarnason, Davíð Ingvarsson, Andri Rafn Yeoman.

HK: (4-5-1) Mark: Arnar Freyr Ólafsson. Vörn: Andri Jónasson (Arian Ari Morina 46), Björn Berg Bryde, Leifur Andri Leifsson, Hörður Árnason. Miðja: Kári Pétursson, Atli Arnarson, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Arnþór Ari Atlason, Ásgeir Marteinsson (Valgeir Valgeirsson 78). Sókn: Brynjar Jónasson (Emil Atlason 60).
Varamenn: Sigurður Hrannar Björnsson (M), Máni Austmann Hilmarsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Emil Atlason, Arian Ari Morina, Daníel Ingi Egilsson, Valgeir Valgeirsson.

Skot: Breiðablik 15 (10) - HK 6 (2)
Horn: HK 4 - Breiðablik 6.

Lýsandi: Andri Yrkill Valsson
Völlur: Kópavogsvöllur
Áhorfendafjöldi: 1.123

Leikur hefst
30. maí 2019 19:15

Aðstæður:
Heiðskírt, glampandi sól en smá vindur. Nýtt gervigras.

Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Aðstoðardómarar: Birkir Sigurðarson og Þórður Arnar Árnason

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka