„Ég lét hann aðeins heyra það“

Guðjón Pétur Lýðsson í skallaeinvígi gegn HK.
Guðjón Pétur Lýðsson í skallaeinvígi gegn HK. mbl.is/Hari

Guðjón Pét­ur Lýðsson skoraði sitt fyrsta mark síðan hann sneri aft­ur til Breiðabliks í 3:1-sigri liðsins á HK í granna­slag í 16-liða úr­slit­um bik­ar­keppn­inn­ar í knatt­spyrnu, Mjólk­ur­bik­arn­um, í kvöld. Hann var skilj­an­lega sátt­ur við sig­ur­inn þegar mbl.is tók hann tali í leiks­lok.

„Aðal­atriðið er bara að vinna og kom­ast áfram í bikarleikj­um. En auðvitað er sætt að vinna HK, líka eft­ir lé­lega frammistöðu gegn þeim í deild­inni,“ sagði Guðjón Pét­ur, en liðin gerðu 2:2 jafn­tefli í deild­inni fyrr í mánuðinum þar sem Blikar skoruðu tvö mörk und­ir lok­in. Sú frammistaða sat í þeim fyr­ir leik­inn í kvöld.

„Al­gjör­lega. Planið var að spila nærri því eins og við spiluðum síðustu fimm mín­út­urn­ar í þeim leik. Mér fannst þetta mjög heil og góð frammistaða hjá okk­ur núna, við vor­um mjög þétt­ir og góðir. Frá fyrstu mín­útu fannst mér við vera með öll tök á leikn­um og stjórna hon­um. Við kláruðum hann líka mjög fag­mann­lega,“ sagði Guðjón Pét­ur.

Upp kom stórfurðulegt at­vik rétt fyr­ir hálfleik þegar nán­ast all­ir leik­menn voru í víta­teig HK, en Guðjón Pét­ur tók auka­spyrnu inn á teig­inn. Bolt­inn var hreinsaður frá, beint á Guðmund Böðvar Guðjóns­son sem var aft­ast­ur hjá Blik­um. Hann ætlaði að senda strax fram í teig, en þrumaði í and­litið á Guðjóni Pétri, sem stein­lá eft­ir. Hann fékk aðhlynn­ingu og virt­ist væg­ast sagt ósátt­ur við liðsfé­laga sinn.

„Ég lét hann aðeins heyra það. Þetta var klaufa­legt, hann var með all­an völl­inn fyr­ir sig en ákvað að hamra hon­um í smettið á mér. Ég vankaðist aðeins en jafnaði mig og kláraði leik­inn. Ég náði átt­um í hálfleik og kom tví­efld­ur til leiks í seinni hálfleik,“ sagði Guðjón Pét­ur.

Hann sagðist ekki vera með drauma­mót­herja í átta liða úr­slit­un­um. „Það væri gott að fá heima­leik, en ann­ars mæt­um við hverj­um sem er og vinn­um þá sem við þurf­um,“ sagði Guðjón Pét­ur.

Hann seg­ir mark­miðin skýr í Kópa­vog­in­um, en Blikarn­ir fengu silf­ur­verðlaun um háls­inn í fyrra. „Mark­miðið er að gera bet­ur en í fyrra og það þýðir bara eitt,“ sagði Guðjón Pét­ur Lýðsson við mbl.is.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka