Ætla skrefinu lengra í ár

Kwame Quee kom Breiðablik yfir snemma leiks í gærkvöld.
Kwame Quee kom Breiðablik yfir snemma leiks í gærkvöld. mbl.is/Hari

Breiðablik ætlar að gera betur en í fyrra og það vita allir hvað það þýðir. Þetta sagði Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Blika, við Morgunblaðið eftir 3:1-sigur liðsins á HK í grannaslag 16-liða úrslita bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöldi. Blikarnir fóru alla leið í fyrra en töpuðu fyrir Stjörnunni í vítaspyrnukeppni í úrslitunum og eru hungraðir að skipta silfrinu út fyrir gull í ár.

Breiðablik var með yfirhöndina lengst af í grannaslagnum á Kópavogsvelli í gærkvöldi, en fékk reyndar ágæta forgjöf frá gestunum í HK sem virtust varla átta sig á því að leikurinn væri hafinn þegar Kwame Quee kom Blikum yfir strax á þriðju mínútu. Það var því lítil pressa á Blikum svo til frá upphafi leiks og það að þurfa ekki að taka mikla áhættu gerði HK-ingum mjög erfitt fyrir.

Eftir að Blikar skoruðu svo tvö mörk með skömmu millibili snemma í síðari hálfleik var ljóst að sigurinn yrði þeirra. Gestirnir mega þó eiga það að þeir börðust áfram og uppskáru eitt mark eftir hornspyrnu. Annars var lítið að gerast þegar komið var fram á vallarhelming andstæðingsins og í raun helst klaufagangur Blikanna sjálfra sem skapaði hættur við markið.

Fjallað er um leikinn og bikarkeppnina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert