Franska knattspyrnukonan Chloé Froment mun ekki leika meira með Fylki í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, í sumar. Chloé meiddist á hné í leik Fylkis og HK/Víkings í 5. umferð deildarinnar á Würth-vellinum í Árbænum í lok maí.
Varnarmaðurinn var borinn af velli á 13. mínútu en hún samdi við félagið í febrúar á þessu ári. Hún er uppalinn hjá Lyon og var meðal annars fyrirliði U19 ára liðs félagsins en hún lék tvo leiki með liðinu í sumar, gegn Keflavík og HK/Víkingi.
Fylkiskonur eru í sjötti sæti úrvalsdeildarinnar með 6 stig eftir fyrstu umferðirnar. Þá er liðið komið í átta liða úrslit bikarkeppninnar þar sem liðið mætir ÍA en Fylkir sló ríkjandi bikarmeistara í Breiðabliki úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar.