Bjarni kominn í 400

Bjarni Ólafur Eiríksson
Bjarni Ólafur Eiríksson mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Ólafur Eiríksson, reyndasti leikmaður Íslandsmeistara Vals, náði stórum áfanga á sunnudagskvöldið þegar lið hans sótti Stjörnuna heim í sjöundu umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta.

Hann lék þar sinn 400. deildaleik á ferlinum en þetta er tuttugasta ár Bjarna í meistaraflokki, frá því hann lék fyrst með Valsmönnum í 1. deildinni árið 2000.

Af þessum 400 leikjum Bjarna eru 272 á Íslandi og allir með Val. Þar af 233 í efstu deild og 39 í 1. deild. Bjarna vantar átta leiki enn til að slá félagsmet Sigurbjörns Hreiðarssonar sem lék 240 leiki fyrir Val í efstu deild. Bjarni lék þar að auki 41 leik með Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni á árunum 2005 til 2007 og 87 leiki með Stabæk í norsku úrvalsdeildinni á árunum 2010 til 2012.

Bjarni er aðeins 24. íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi sem nær því að spila 400 deildaleiki á ferlinum, heima og erlendis. Methafinn er Arnór Guðjohnsen, sem lék 523 leiki, og efstur þeirra sem eru enn að spila er Kári Árnason sem er í fjórtánda sæti með 436 deildaleiki. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert