Finnur Tómas Pálmason, einn efnilegasti leikmaður KR í knattspyrnu, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2022.
Finnur Tómas er fæddur árið 2001 og er uppalinn í KR. Hann var lánaður til Þróttar í 1. deildinni í fyrra en í ár hefur hann brotið sér leið inn í lið KR og komið við sögu í þremur deildarleikjum.
Finnur Tómas var fastamaður í U17 ára landsliði Íslands og var á dögunum valinn í æfingahóp U21 árs landsliðsins.