Mikil eftirvænting að mæta gamla liðinu

Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks.
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er bara gleði að koma þangað aft­ur,“ sagði Gunn­leif­ur Gunn­leifs­son, fyr­irliði Breiðabliks, í sam­tali við mbl.is eft­ir að í ljós kom að hann mun halda á forn­ar slóðir með Blik­um eft­ir að liðið dróst gegn Vaduz frá Liechten­stein í 1. um­ferð undan­keppni Evr­ópu­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu.

Gunn­leif­ur var á mála hjá Vaduz um tíma árið 2009, þá sem lánsmaður frá HK, en hann fór ásamt Skaga­mann­in­um Stefáni Þór Þórðar­syni og Guðmundi Stein­ars­syni. Guðmund­ur er ein­mitt aðstoðarþjálf­ari Blika í dag. Vaduz lék þá í sviss­nesku úr­vals­deild­inni en spil­ar í dag í B-deild­inni þar sem liðið varð í 6. sæti á nýliðnu tíma­bili. Vaduz kepp­ir fyr­ir hönd Liechten­stein í Evr­ópu­keppni sem bikar­meist­ari þar í landi.

„Við Gummi eig­um góðar minn­ing­ar frá okk­ar tíma þarna og þetta er bara mik­il eft­ir­vænt­ing. Okk­ur leið mjög vel þarna, það var frá­bært að vera þó liðinu hafi ekki gengið nógu vel. En þetta var meiri hátt­ar góður tími þarna fyr­ir fjöl­skyld­una. Ég á fullt af kunn­ingj­um þarna,“ sagði Gunn­leif­ur, en þekk­ir hann mikið til liðsins í dag?

„Nei, maður fylg­ist aðeins með þeim bara en þekk­ir ekk­ert af leik­mönn­un­um. Það eru ein­hverj­ir landsliðsmenn Liechten­stein þarna, svo maður veit ekki hvort eigi að þora að afla sér upp­lýs­inga í gegn­um Helga Kolviðsson sem er landsliðsþjálf­ar­inn þeirra núna. Við verðum að leita ein­hverra ráða með það.“

Miðað við þau lið sem Blikar hefðu getað fengið í drætt­in­um tel­ur Gunn­leif­ur þetta hafa verið góða niður­stöðu.

„Það voru mörg gríðarlega erfið lið þarna, það var mögu­leiki að fá Mal­mö eða Brann og fara til Hvíta-Rúss­lands og eitt­hvað. Svo bæði fyr­ir ferðalagið og það að ég held við eig­um mögu­leika að slá þá út þá erum bara mjög ánægðir með þetta,“ sagði Gunn­leif­ur, en Blikar ætla sér að sjálf­sögðu sem lengst.

„Eng­in spurn­ing, ann­ars væri maður ekki að bralla í þessu. Það eru all­ir spennt­ir og það er mikið gert úr því hjá Breiðablik þegar það er Evr­ópu­keppni; Evr­ópu­bún­ing­ar og svona stemn­ing í fé­lag­inu og mik­il gleði,“ sagði Gunn­leif­ur Gunn­leifs­son, fyr­irliði Breiðabliks, við mbl.is.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert