Cloé Lacasse, leikmaður ÍBV í knattspyrnu, hlaut í gær íslenskan ríkisborgararétt og er orðin gjaldgeng í íslenska landsliðið.
Cloé er 25 ára gömul, fædd í Kanada og er á sinni fimmtu leiktíð með ÍBV. Hún er annar markahæsti leikmaður ÍBV í efstu deild frá upphafi með 50 mörk. Hún varð efst í einkunnagjöf Morgunblaðsins í fyrra og er í efsta sæti í M-gjöfinni í ár.
196 umsóknir bárust allsherjar- og menntamálanefnd um ríkisborgararétt en 32 voru veittir og staðfestir í lögum í gær.