Blikarnir aftur í toppsætið

Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki, með boltann í leiknum í dag …
Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki, með boltann í leiknum í dag en Felix Örn Friðriksson, ÍBV, eltir hann. mbl.is/Arnþór

Breiðablik end­ur­heimti topp­sætið í Pepsi Max-deild karla í knatt­spyrnu eft­ir sig­ur á Eyja­mönn­um, 3:1, í fyrsta leik 10. um­ferðar á Kópa­vogs­velli í dag. Eyja­menn komust yfir og voru sterk­ari fram­an af en klaufa­skap­ur þeirra kom Blik­um aft­ur inn í leik­inn sem lagði grunn­inn að sigr­in­um.

Eyja­menn sýndu það frá fyrstu mín­útu að þeir voru klár­ir í slag­inn. Þeir voru með yf­ir­hönd­ina í allri bar­áttu á meðan Blikarn­ir voru í vand­ræðum. Það var svo strax á sjöttu mín­útu sem Eyja­menn komust yfir og það með al­gjöru drauma­marki.

Telmo Cast­an­heira vann þá bolt­ann á miðsvæðinu, lagði hann fyr­ir sig og lét vaða af um 30 metra færi. Skotið var hnit­miðað upp í mark­hornið hægra meg­in. Stór­glæsi­legt mark og Eyja­menn sýndu það næsta hálf­tím­ann eða svo að for­skot þeirra var verðskuldað.

Þó Blikarn­ir hafi verið meira með bolt­ann eft­ir því sem á leið var lítið að ger­ast í sókn­ar­leikn­um. Það var því nokkuð gegn gangi leiks­ins að þeir jöfnuðu met­in í upp­bót­ar­tíma fyrri hálfleiks eft­ir al­gjör­an klaufagang ÍBV. Fyr­irliðinn Sindri Snær Magnús­son var að dóla með bolt­ann í vörn­inni og sendi á markvörð sinn Hall­dór Pál Geirs­son. Hall­dór Páll ætlaði að þruma fram, en skaut beint á Andra Rafn Yeom­an sem kom hon­um inn á Kol­bein Þórðar­son sem skoraði. Staðan 1:1 í hálfleik.

Þetta gaf Blik­un­um blóð á tenn­urn­ar og þeir komust yfir eft­ir tíu mín­útna leik í síðari hálfleik. Aron Bjarna­son gerði þá vel vinstra meg­in í teign­um, skaut að marki og bolt­inn virt­ist fara af Eyja­mann­in­um Óskari Elíasi Zoega Óskars­syni og í netið, sem virt­ist þó lítið geta gert. Staðan orðin 2:1 fyr­ir Breiðabliki.

Blikar tóku yfir leik­inn eft­ir þetta og það skilaði þriðja mark­inu á 74. mín­útu. Aron fór þá afar illa með Óskar Elías vinstra meg­in, sendi fyr­ir þar sem Thom­as Mikk­el­sen skoraði af stuttu færi. Staðan orðin 3:1 fyr­ir Blika.

Blikarn­ir horfðu aldrei um öxl eft­ir þetta og áttu fjöl­mörg skot und­ir lok­in, Aron meðal ann­ars eitt í stöng. Guðmund­ur Magnús­son átti skalla í slá fyr­ir Eyja­menn þegar fimm mín­út­ur voru eft­ir, en ann­ars var sig­ur Blika aldrei í hættu eft­ir þriðja markið. Blikar eru nú komn­ir með 22 stig í efsta sæt­inu, eru tveim­ur stig­um fyr­ir ofan KR sem á þó leik til góða gegn FH á morg­un. Eyja­menn eru í botnsæt­inu með fimm stig.

Fylgst var með gangi mála í beinni texta­lýs­ingu hér á mbl.is, en viðtöl koma hér inn á vef­inn síðar í dag.

Breiðablik 3:1 ÍBV opna loka
skorar Kolbeinn Þórðarson (45. mín.)
skorar Breiðablik (55. mín.)
skorar Thomas Mikkelsen (74. mín.)
Mörk
skorar Telmo Castanheira (6. mín.)
fær gult spjald Alexander H. Sigurðarson (66. mín.)
fær gult spjald Viktor Örn Margeirsson (90. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Sigurður Arnar Magnússon (28. mín.)
fær gult spjald Felix Örn Friðriksson (72. mín.)
fær gult spjald ÍBV (72. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Blikarnir eru komnir aftur á toppinn!
90 Guðmundur B. Guðjónsson (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
+3. Nánast í dauðafæri á teignum, en yfir.
90 Víðir Þorvarðarson (ÍBV) á skot framhjá
+2. Hörkuskot úr aukaspyrnunni en rétt framhjá.
90 Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) fær gult spjald
+1. Fyrir brot rétt utan teigs. Aukaspyrna á stórhættulegum stað.
90
Það verða að minnsta kosti þrjár mínútur í uppbótartíma.
90 Aron Bjarnason (Breiðablik) á skot í stöng
Lék skemmtilega á teignum, var í dauðafæri en þrumaði í stöng! Brynjólfur fékk frákastið og skoraði en var rangstæður.
89 Breiðablik fær hornspyrnu
88 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Laglegt skot sem Halldór Páll varði vel.
86 Eyþór Orri Ómarsson (ÍBV) kemur inn á
86 Jonathan Franks (ÍBV) fer af velli
86 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) kemur inn á
86 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) fer af velli
Átti stórgóðan leik.
85 Víðir Þorvarðarson (ÍBV) á skot sem er varið
Víðir náði frákastinu en Gunnleifur varði vel frá honum.
85 Guðmundur Magnússon (ÍBV) á skalla í þverslá
Eyjamenn eru ekki alveg hættir! Guðmundur dauðafrír í teignum og nær hnitmiðuðum skalla sem smellur í þverslá!
81 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) á skot framhjá
Það er stórskotahríð hjá Blikum! Mikkelsen fékk boltann í teignum, lagði hann skemmtilega fyrir sig og ætlaði að skila honum í nærhornið en skaut í hliðarnetið.
81 Brynjólfur D. Willumsson (Breiðablik) á skot framhjá
Lúmskt skot rétt utan teigs. Eyjamenn eru nánast hættir hérna núna.
80 Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik) á skot sem er varið
Mikkelsen og Aron spila sambabolta sín á milli á teignum, boltinn berst svo á Kolbein sem hefði átt að skjóta í fyrsta en gaf sér of mikinn tíma.
79 Jonathan Hendrickx (Breiðablik) á skot sem er varið
Brynjólfur lagði boltann fyrir Hendrickx sem þrumaði í varnarmann.
77 Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) á skot framhjá
Þrumar yfir rétt utan teigs.
77 Breiðablik fær hornspyrnu
76 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) á skot sem er varið
Boltinn virtist stefna beint upp í hornið en Halldór Páll með flotta vörslu.
76 Breki Ómarsson (ÍBV) kemur inn á
76 Óskar Elías Zoëga (ÍBV) fer af velli
75
Aron og Andri Rafn hafa verið að berjast um mann leiksins í mínum huga, en þessir taktar Arons hafa sennilega skilað honum titlinum. Allavega ef miðað er við hingað til í leiknum.
74 MARK! Thomas Mikkelsen (Breiðablik) skorar
3:1 - Glæsilega gert! Aron Bjarnason með frábæra takta vinstra megin, fíflar Óskar Elís upp úr báðum skónum og sokkunum líka. Sendir svo fyrir þar sem Thomas Mikkelsen er réttur maður á réttum stað og þrumar í markið af markteignum.
72 ÍBV (ÍBV) fær gult spjald
Þjálfarinn Pedro Hipólito fær líka gult fyrir mótmæli á bekknum hjá Eyjamönnum.
72 Felix Örn Friðriksson (ÍBV) fær gult spjald
Umdeilt atvik! Damir með skelfilegan skalla í vörninni, til hliðar nánast beint fyrir fætur Róberts Arons. Guðmundur Böðvar reynir að stöðva hann, en fellir í kjölfarið. Greinileg aukaspyrna að því mér sýnist, en ekkert dæmt. Felix fær gult spjald fyrir mótmæli.
69
Það eru 742 áhorfendur í sólinni hér í dag.
67 Brynjólfur D. Willumsson (Breiðablik) kemur inn á
67 Alexander H. Sigurðarson (Breiðablik) fer af velli
66 Alexander H. Sigurðarson (Breiðablik) fær gult spjald
Sparkaði aftan í Franks.
62 Guðmundur B. Guðjónsson (Breiðablik) á skot framhjá
Alls ekki galin tilraun, Guðmundur vann boltann utan teigs og lét vaða. Rétt yfir vinkilinn.
57
Alveg eins og áðan, Aron Bjarna með boltann vinstra megin. Nú rennir hann fyrir en Mikkelsen er fetinu of seinn til þess að ná að pota boltanum í netið.
56
Eyjamenn breyta strax í fjögurra manna vörn eftir markið. Sindri og Sigurður Arnar í miðverðinum og Óskar í hægri bakverði.
55 MARK! Breiðablik (Breiðablik) skorar
2:1 - Lagleg sókn! Aron Bjarnason með boltann vinstra megin, leikur inn í teig og á skot sem virtist fara af Eyjamanninum Óskari Elíasi og í netið. Ef hann hefði ekki sett hann inn var Thomas Mikkelsen mættur í bakið á honum.
53
Ekkert kom úr hornspyrnu Blika.
53 Breiðablik fær hornspyrnu
52
Davíð Ingvarsson á hörkuspretti fram allan völlinn, komst framhjá tveimur Eyjamönnum og inn í teig en það var enginn mættur á fjærstöngina.
50 Guðmundur Magnússon (ÍBV) á skalla sem fer framhjá
Lítil hætta.
49 ÍBV fær hornspyrnu
49 Jonathan Franks (ÍBV) á skot framhjá
Lúmst skot.
46
Blikarnir hafa skipt í 4-3-3 núna, Guðmundur kominn á miðjuna með Alexander og Kolbeini.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Áhugaverð skipting hjá Blikum í hálfleik, sem byrja með boltann eftir hlé.
46 Guðmundur B. Guðjónsson (Breiðablik) kemur inn á
46 Elfar Freyr Helgason (Breiðablik) fer af velli
45 Hálfleikur
Eyjamenn geta verið svekktir. Þeir voru verðskuldað yfir en fengu á sig mark eftir klaufagang á ögurstundu i uppbótartíma fyrri hálfleiks.
45
+4. Ekkert kom úr þessari hornspyrnu. Mikkelsen skallaði frá.
45 ÍBV fær hornspyrnu
+3.
45 MARK! Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik) skorar
1:1 - Þetta voru hreint skelfileg mistök hjá Eyjamönnum! Sindri Snær að dóla með boltann í vörninni og sendi aftur á Halldór Pál í markinu. Hann ætlaði að spyrna fram, en beint á Andra Rafn Yeoman. Kolbeinn stakk sér inn í svæðið, Sindri gerði hann réttstæðan og Kolbeinn skoraði svo auðveldlega einn gegn Halldóri.
45
Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma.
44 Róbert Aron Eysteinsson (ÍBV) kemur inn á
44 Evariste Ngolok (ÍBV) fer af velli
Fer meiddur af velli, virðist hafa tognað aftan í læri.
42 Breiðablik fær hornspyrnu
Eyjamenn hreinsa þegar boltinn var nánast kominn á tærnar hjá Mikkelsen. Hornspyrnan er svo hreinsuð frá, en Blikar halda sókn sinni áfram.
40
Blikar hreinsa strax og ætla í skyndisókn, en Aron átti skelfilega sendingu fram.
40 ÍBV fær hornspyrnu
38
Kolbeinn er kominn aftur inn á, í það minnsta um sinn.
36
Kolbeinn Þórðarson er nú sestur og fær aðhlynningu. Var tæklaður hressilega áðan og hefur stungið við síðan og virðist nú alveg búinn.
34
Aftur hreinsa Blikar eftir aukaspyrnuna, en pressa Eyjamanna heldur þó áfram.
33
Alexander skallaði aukaspyrnuna frá en Eyjamenn halda boltanum og fá nú aðra aukaspyrnu við vítateiginn hinum megin.
32
Víðir Þorvarðarson fór illa með Davíð, sem braut svo klaufalega af sér við vítateigslínuna.
30 Aron Bjarnason (Breiðablik) á skot sem er varið
Dauðafæri! Aron gerði virkilega vel í baráttunni, var dottinn en steig fljótt upp og kom sér í færið en skotið var kraftlítið.
29 Alexander H. Sigurðarson (Breiðablik) á skot framhjá
Blikar ná ekkert að komast inn á vítateig Eyjamanna, en leika ágætlega á milli sín þar fyrir utan. Það kemur þó lítið úr því. Alexander reynir nú skot með mann í bakinu, en framhjá.
28 Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV) fær gult spjald
Klárt spjald fyrir brot á Aroni.
25 Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik) á skot sem er varið
Eyjamenn voru margir á teignum og fljótir að hreinsa frá.
25
Aron Bjarnason vinnur aukaspyrnu fyrir Blika við vítateiginn vinstra megin.
20 Breiðablik fær hornspyrnu
En Eyjamenn eru fljótir að hreinsa frá. Það er lítið að frétta hjá Blikum þó þeir séu meira með boltann.
16
Blikar eru meira með boltann núna en barátta Eyjamanna er til fyrirmyndar. Þeir gefa fá færi á sér.
13
Sindri Snær í veseni í vörn ÍBV, Mikkelsen pressar hann stíft en er svo dæmdur brotlegur.
8
Aron Bjarnason kominn upp að endamörkum en sendingin fyrir var aðeins of föst.
6 MARK! Telmo Castanheira (ÍBV) skorar
0:1 - Þvílíkt mark!! Telmo Castanheira fékk boltann af svona 30 metra færi, lagði hann fyrir sig með einni snertingu og skaut svo hnitmiðuðu skoti upp í hægra markhornið! Gunnleifur átti ekki von á þessu og var eflaust ekki alveg rétt staðsettur, en skotið var stórkostlegt.
5
Halldór Páll missir boltann í marki ÍBV eftir hornspyrnuna, en er stálheppinn að samherji náði að sparka frá.
4 Breiðablik fær hornspyrnu
Gríðarleg pressa frá Eyjamönnum í upphafi leiks. Nú náði Andri Rafn Yeoman boltanum fyrir Blika, hljóp fram hálfan völlinn og alla leið inn í teig þar sem hann vann hornspyrnu.
2 ÍBV fær hornspyrnu
Eyjamenn fá aðra hornspyrnu. Ngolok reyndi skot í kjölfarið en hitti ekki boltann.
1
Guðmundur Magnússon steinliggur eftir hornspyrnuna. Jóhann Ingi dómari leiksins hefur ekki hugmynd um hvað gerðist. Eyjamenn eru hundfúlir, enda var engin ástæða fyrir Guðmund að henda sér niður. Ég sá ekki hvaða Bliki var í baráttunni við hann, en það var eitthvað klafs.
1 ÍBV fær hornspyrnu
1 Leikur hafinn
Eyjamenn taka miðjuna og leika í átt að höfuðborginni í fyrri hálfleik.
0
Þá eru vatnsbyssurnar komnar í gang á gervigrasinu og völlurinn ætti því að vera blautur og góður við upphafsflautið.
0
Samkvæmt upplýsingum frá Blikum er Arnar Sveinn meiddur. Davíð Ingvarsson er því í bakverðinum. Þetta er annar leikur hans í byrjunarliði í sumar.
0
Það er sól og sumar í Kópavoginum, en aðalstúkan er reyndar nánast alveg í skugga. En aðstæður gerast ekki betri. Nýju flóðljósin eru einnig komin upp við nýja völlinn svo það er allt að gerast hjá Blikunum.
0
Gary Martin er að sniglast hérna í kringum Eyjaliðið, en hann verður löglegur með liðinu um mánaðarmót eftir hið fræga brotthvarf frá Val.
0
ÍBV tapaði 5:1 fyrir Val í síðustu umferð og gerir þrjár breytingar á liðinu síðan þá. Fyrirliðinn Sindri Snær Magnússon, Guðmundur Magnússon og Telmo Ferreira koma inn í liðið. Breki Ómarsson og Gilson Correia setjast á bekkinn og Jonathan Glenn er ekki með.
0
Breiðablik vann 3:1-sigur á Stjörnunni í síðustu umferð en gerir þrjár breytingar á liði sínu þá. Aron Bjarnason, Alexander Helgi Sigurðarson, og Davíð Ingvarsson koma inn í liðið. Höskuldur Gunnlaugsson sest á bekkinn, Guðjón Pétur Lýðsson tekur út leikbann og Arnar Sveinn Geirsson er ekki í hóp.
0
ÍBV er í botnsætinu og hefur liðið aðeins innbyrt einn sigur í fyrstu átta leikjum sínum.
0
Heimamenn geta komist upp fyrir KR og tekið toppsætið með sigri en Vesturbæingar eiga ekki leik fyrr en á morgun.
0
Velkomin með mbl.is á Kópavogsvöll þar sem Breiðablik fær ÍBV í heimsókn í Pepsi Max-deildinni.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (3-4-3) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Elfar Freyr Helgason (Guðmundur B. Guðjónsson 46), Viktor Örn Margeirsson, Damir Muminovic. Miðja: Jonathan Hendrickx, Alexander H. Sigurðarson (Brynjólfur D. Willumsson 67), Kolbeinn Þórðarson, Davíð Ingvarsson. Sókn: Andri Rafn Yeoman (Viktor Karl Einarsson 86), Thomas Mikkelsen, Aron Bjarnason.
Varamenn: Hlynur Örn Hlöðversson (M), Viktor Karl Einarsson, Höskuldur Gunnlaugsson, Guðmundur B. Guðjónsson, Karl Friðleifur Gunnarsson, Brynjólfur D. Willumsson, Kwame Quee.

ÍBV: (3-5-2) Mark: Halldór Páll Geirsson. Vörn: Sigurður Arnar Magnússon, Sindri Snær Magnússon, Óskar Elías Zoëga (Breki Ómarsson 76). Miðja: Víðir Þorvarðarson, Evariste Ngolok (Róbert Aron Eysteinsson 44), Priestley Griffiths, Telmo Castanheira, Felix Örn Friðriksson. Sókn: Jonathan Franks (Eyþór Orri Ómarsson 86), Guðmundur Magnússon.
Varamenn: Rafael Veloso (M), Matt Garner, Breki Ómarsson, Nökkvi Már Nökkvason, Róbert Aron Eysteinsson, Eyþór Orri Ómarsson, Gilson Correia.

Skot: Breiðablik 16 (10) - ÍBV 6 (3)
Horn: ÍBV 5 - Breiðablik 6.

Lýsandi: Andri Yrkill Valsson
Völlur: Kópavogsvöllur
Áhorfendafjöldi: 742

Leikur hefst
22. júní 2019 14:00

Aðstæður:
Heiðskírt, léttur andvari og sól og blíða. Gervigras.

Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Aðstoðardómarar: Gylfi Már Sigurðsson og Andri Vigfússon

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka