Fyrrverandi leikmaður Grindavíkur skoraði gegn Frökkum

Thaisa fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Frökkum í gær.
Thaisa fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Frökkum í gær. AFP

Hin bras­il­íska Thaisa de Moraes Rosa Mor­eno var á skot­skón­um í gær þegar Bras­il­ía féll úr leik í sex­tán liða úr­slit­um HM kvenna í knatt­spyrnu sem fram fer í Frakklandi eft­ir tap gegn Frökk­um. Leikn­um lauk með 2:1-sigri franska liðsins í fram­lengd­um leik á Océa­ne-vell­in­um í Le Havre en Val­erie Gau­vin kom franska liðinu yfir á 52. mín­útu áður en Thaisa jafnaði met­in fyr­ir Bras­il­íu á 63. mín­útu.

Það var svo Ama­dine Henry sem tryggði Frökk­um sig­ur með marki á 106. mín­útu og Frakk­ar fóru áfram í átta liða úr­slit­in. Thaisa lék með Grinda­vík í úr­vals­deild kvenna, sum­arið 2017 en hún kom til fé­lags­ins ásamt samlanda sín­um Ril­any Agui­ar da Silva frá Tyr­esjö í Svíþjóð. Thaisa lék sjö leiki fyr­ir Grinda­vík í efstu deild þar sem hún skoraði eitt mark en það kom í 2:1-sigri gegn Hauk­um í Grinda­vík.

Thaisa gekk til liðs við Sky Blue í banda­rísku at­vinnu­manna­deild­inni árið 2018 frá Grinda­vík og lék átta leiki fyr­ir fé­lagið áður en hún samdi við sitt nú­ver­andi fé­lag, Mil­an, sem þá var ný­stofnað en liðið leik­ur í ít­ölsku B-deild­inni.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka