Víkingur Reykjavík hefur fengið Kwame Quee, landsliðsmann Síerra Leóne í fótbolta, að láni frá Breiðabliki. Lánssamningurinn gildir út leiktíðina.
Quee kom hingað til lands árið 2017 og spilaði þá 15 leiki með Víkingi Ó. í efstu deild. Hann lék svo 21 leik og skoraði ellefu mörk í 1. deild á síðustu leiktíð og gekk í kjölfarið til liðs við Breiðabliks.
Þar hefur hann lítið fengið að spreyta sig og aðeins komið við sögu í einum leik í Pepsi Max-deildinni og einum bikarleik í sumar. Víkingur er í níunda sæti deildarinnar með tíu stig.
Víkingur hefur fengið vængmanninn Kwame Quee að láni út tímabilið frá Breiðablik. Knattspyrnudeild Víkings býður Kwame velkominn í félagið. pic.twitter.com/ki2pMzHS2s
— Víkingur FC (@vikingurfc) June 29, 2019