Selfoss styrkti stöðu sína í fjórða sæti Pepsi Max-deildar kvenna í knattspyrnu með sterkum útisigri á ÍBV, 1:0. Selfoss er nú með 13 stig, einu minna en Þór/KA sem er í þriðja sæti. ÍBV er í sjötta sæti með níu stig.
Barbára Sól Gísladóttir skoraði sigurmark leiksins strax á 15. mínútu og hún átti svo skalla í þverslá um miðjan síðari hálfleik. Áður hafði Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir skallað í þverslá, en inn vildi boltinn ekki fyrir ÍBV sem hefur nú tapað tveimur leikjum í röð.
Selfoss hefur hins vegar unnið tvo leiki í röð í deildinni.
Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is, en viðtöl koma inn á vefinn síðar í kvöld.
ÍBV | 0:1 | Selfoss | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
90. mín. Selfoss fær hornspyrnu | ||||
Augnablik — sæki gögn... |