FH með fjögurra stiga forystu

Selma Dögg Björgvinsdóttir, til hægri, skoraði sigurmarkið í kvöld.
Selma Dögg Björgvinsdóttir, til hægri, skoraði sigurmarkið í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FH-ingar náðu í kvöld fjögurra stiga forystu í 1. deild kvenna í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, með því að sigra Augnablik, 1:0, í Fífunni í Kópavogi.

Jafntefli virtist þó blasa við en Selma Dögg Björgvinsdóttir náði að skora sigurmarkið rétt fyrir leikslok. FH er þar með komið með 19 stig á toppnum, Þróttur úr Reykjavík er með 15 stig, Tindastóll 12, ÍA og Grindavík 11 stig í næstu sætum. Augnablik er með 9 stig í sjöunda sætinu, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert