Jákup úr leik næstu vikurnar

Jákup Thomsen fagnar marki með FH.
Jákup Thomsen fagnar marki með FH. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari karlaliðs FH í knattspyrnu, reiknar með að færeyski landsliðsmaðurinn Jákup Thomsen verði frá keppni næstu fjórar til sex vikurnar vegna meiðsla sem hann hlaut í 2:1 sigri FH gegn ÍBV í Pepsi Max-deildinni í Eyjum á laugardaginn.

Jákup varð fyrir meiðslum á 34. mínútu þegar brotið var á honum innan vítateigs og þurfti hann að hætta leik í kjölfarið. „Það tognuðu liðbönd í hné hans og ég reikna með að hann verði frá keppni í fjórar til sex vikur. Hann hittir lækni á morgun (í dag) og þá kemur þetta betur í ljós,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið í gær.

Ólafur vonast til að bæta sóknarmanni í lið sitt á næstunni. „Við ætlum að reyna að taka erlendan framherja og erum að fara yfir stöðuna hvað þau mál varðar,“ sagði Ólafur. FH-ingar voru á höttunum eftir Kristjáni Flóka Finnbogasyni frá norska B-deildarliðinu Start en allar líkur eru á að hann gangi í raðir KR-inga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert