Helgi Mikael Jónasson dæmir leik Universitatea Craiova frá Rúmeníu og Sabail frá Aserbaídsjan í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta á fimmtudaginn kemur. Leikurinn fer fram í Craiova, Rúmeníu.
Aðstoðardómarar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Bryngeir Valdimarsson. Ívar Orri Kristjánsson verður varadómari.
Helgi dæmdi einnig leik Prishtina frá Kosóvó og St Joseph's frá Gíbraltar í síðasta mánuði í Evrópudeildinni.