Knattspyrnudeild Fylkis hefur gengið frá samningi við Brynhildi Brá Gunnlaugsdóttur. Hún kemur til félagsins frá Selfossi. Brynhildur er fædd árið 2000 og er uppalin í Hetti, en hún gekk í raðir Þór/KA fyrir tveimur árum, áður en hún fór í Selfoss.
Brynhildur á ellefu leiki í efstu deild að baki. Tíu þeirra komu með Selfossi síðasta sumar og einn með Þór/KA sumarið 2017. Hún getur ekki leikið með Fylki gegn Selfossi í Mjólkurbikarnum í kvöld.
Brynhildur á að baki einn landsleik fyrir U17 ára landsliðið. Fylkir er í níunda sæti Pepsi Max-deildarinnar með sjö stig, tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni.