Markalaust á Kópavogsvelli

Thomas Mikkelsen býr sig undir að skjóta að marki Grindavíkur …
Thomas Mikkelsen býr sig undir að skjóta að marki Grindavíkur í kvöld. Josip Zeba og Marc McAusland eru til varnar. mbl.is/Hari

Breiðablik og Grindavík gerðu markalaust jafntefli í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli í kvöld. Breiðablik er í öðru sæti með 23 stig og Grindavík í níunda sæti með 14 stig. Blikar eru þá sjö stigum á eftir toppliði KR. 

Blikar misstu þar með af tækifæri til að minna forskot KR niður í fimm stig en KR gerði einnig jafntefli í þessari umferð. Á móti Stjörnunni í gær. 

Leikurinn var tilþrifalítill en Blikar fengu fleiri marktækifæri. Í tveimur tilfellum í fyrri hálfleik áttu Blikar góða möguleika á því að komast yfir. Kolbeinn slapp einn inn fyrir eftir varnarmistök strax á 8. mínútu. Var einn gegn markverði en Elías Alexander hljóp hann uppi og bjargaði frábærlega með vel tímasettri tæklingu. 

Djogatovic varði ágætt skot Mikkelsen úr teignum í stöngina á 35. mínútu. Þar komust Blikar væntanlega næst því að skora en glæsileg tliþrif Djogatovic komu í veg fyrir það. 

Mikkelsen skoraði reyndar í síðari hálfleik en var dæmdur rangstæður. 

Gísli Eyjólfsson kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Hann fékk gott skotfæri hægra megin í teignum á 74. mínútu. 

Bæði lið fengu fjölda hornspyrna í leiknum. Breiðablik 13 og Grindavík 6 en þær eru ekki ávísun á mörk eins og sást í kvöld. 

Breiðablik 0:0 Grindavík opna loka
90. mín. Leik lokið Leiknum er lokið. Markalaust jafntefli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka