Stefan til Grindvíkinga

Stefan Alexander Ljubicic.
Stefan Alexander Ljubicic.

Stefan Alexander Ljubicic, knattspyrnumaður frá Keflavík sem hefur verið á mála hjá enska liðinu Brighton undanfarin ár, er genginn til liðs við Grindvíkinga.

Stefan er 19 ára gamall sóknarmaður og lék þrjá úrvalsdeildarleiki með Keflvíkingum, aðeins 15 ára að aldri, áður en hann fór til Brighton. Hann var í láni hjá utandeildarliðinu Eastbourne síðari hluta síðasta tímabils en var laus undan samningi í sumar.

Stefan á að baki fjóra leiki með 21-árs landsliðinu og skorað eitt mark og 13 leiki og 4 mörk með yngri landsliðum Íslands.

Með þessu fetar Stefan í fótspor föður síns, Zoran Daníels Ljubicic, sem lék með Grindavík í úrvalsdeildinni árin 1995 til 1998.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert