Til hamingju með titilinn KR

Gísli Eyjólfsson var ómyrkur í máli í samtali við mbl.is …
Gísli Eyjólfsson var ómyrkur í máli í samtali við mbl.is eftir leik liðsins gegn Víkingum í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Þetta var bara lé­legt hjá okk­ur,“ sagði Gísli Eyj­ólfs­son, leikmaður Breiðabliks, í sam­tali við mbl.is eft­ir 3:2-tap liðsins gegn Vík­ing­um í úr­vals­deild karla í knatt­spyrnu, Pepsi Max-deild­inni, í 14. um­ferð deild­ar­inn­ar á Vík­ings­velli í Foss­vogi í kvöld.

„Þetta var karakt­er­sig­ur hjá Vík­ing­um á meðan við sýnd­um lít­inn sem eng­an karakt­er í leikn­um. Alltaf þegar að við kom­umst inn í leik­inn gef­um við þetta auðveld­lega frá okk­ur. Ég átti að skora þarna eft­ir fimmtán mín­útna leik en ég veit hrein­lega ekki hvað ég á að segja eft­ir þessa frammistöðu.  Kannski er það bara þannig að Breiðablik höndl­ar það ekki að berj­ast um þann stóra en það er lítið annað að gera en að girða sig í brók og halda áfram.“

Gísli hef­ur ekki átt fast sæti í liði Blika síðan hann kom aft­ur heim eft­ir dvöl hjá sænska B-deild­arliðinu Mjäll­by en hann seg­ir að það sé ákvörðun þjálf­ar­ans hvort hann spili eða ekki.

„Ég er í mjög góðu standi en það er ákvörðun þjálf­ar­ans að setja mig ekki strax í liðið. Ég hef þurft að sanna mig á nýj­an leik eft­ir sex mánaða fjar­veru sem er kannski ekk­ert sér­stak­lega lang­ur tíma en það er eins og það er og þetta er ákvörðun þjálf­ar­ans.“

Breiðablik er nú 10 stig­um á eft­ir toppliði KR þegar átta um­ferðir eru eft­ir af mót­inu og Gísli tel­ur að titil­inn sé á leiðinni í Vest­ur­bæ­inn.

„Ég held að það sé óhætt að segja að titil­inn sé á leiðinni í Vest­ur­bæ­inn og við get­um farið að óska KR til ham­ingju með titil­inn,“ sagði Gísli í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka