Eigum kannski möguleika enn þá

Thomas Mikkelsen hefur gert átta mörk fyrir Breiðablik í ár.
Thomas Mikkelsen hefur gert átta mörk fyrir Breiðablik í ár. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Danski fram­herj­inn Thom­as Mikk­el­sen er orðinn næst­marka­hæst­ur í úr­vals­deild karla í fót­bolta eft­ir að hafa skorað tvö mörk í 4:0 sigri Breiðabliks á KA á Kópa­vogs­vell­in­um í kvöld.

Hann hef­ur nú skorað átta mörk í fjór­tán leikj­um Breiðabliks sem styrkti stöðu sína í öðru sæti deild­ar­inn­ar. Mikk­el­sen sagði við mbl.is að það hefði verið afar mik­il­vægt að spila vel í kvöld og vinna en Blikar höfðu aðeins fengið eitt stig í síðustu fjór­um leikj­um sín­um.

„Já, þetta var gríðarlega mik­il­væg­ur sig­ur, og við þurft­um að snúa blaðinu virki­lega vel í dag, berj­ast hver fyr­ir ann­an, hlaupa hver fyr­ir ann­an, og all­ir gerðu það. Við skoruðum líka úr fær­un­um okk­ar í dag og það gerði út­slagið miðað við síðustu leiki.

Ég held að við höf­um spilað vel í dag, mun bet­ur en að und­an­förnu. Al­fons kom inn sem hægri bakvörður og hann virðist vera virki­lega góður. Ég held að þetta gefi fyr­ir­heit um að við eig­um eft­ir að spila vel í næstu leikj­um. Vörn­in var mjög góð í dag, við héld­um mark­inu hreinu en það höfðum við ekki náð að gera í nokk­urn tíma,“ sagði fram­herj­inn.

Guðjón Pét­ur Lýðsson átti glæsi­lega send­ingu á þig í þriðja mark­inu. Það er vænt­an­lega ekki slæmt að hafa mann með slíka send­inga­tækni fyr­ir aft­an sig?

„Já, Guðjón er virki­lega góður í að finna svæðin sem ég hleyp í, hann lék mjög vel í dag en mér finnst hann líka vera bú­inn að vera góður með okk­ur allt tíma­bilið.“

Nú eruð þið tíu stig­um á eft­ir KR-ing­um. Er enn mögu­legt að ná þeim og vinna titil­inn?

„Tja, það virðist mjög erfitt, en kannski eig­um við mögu­leika ef við vinn­um alla leik­ina sem eft­ir eru. En við hugs­um bara um einn leik í einu og sjá­um til hvað það gef­ur okk­ur,“ sagði Thom­as Mikk­el­sen sem hef­ur skorað þrjú af átta mörk­um sín­um gegn KA en hann  gerði sig­ur­mark Breiðabliks í leik liðanna fyr­ir norðan í vor, 1:0.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert