Sextán ára nýliði í landsliðshópnum

Cecilía Rán Rúnarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Slóvakíu …
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Slóvakíu og Ungverjalandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í dag landsliðshóp Íslands sem mætir Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021 í höfuðstöðvum Vodafone.

Þetta eru fyrstu leikir liðsins í undankeppninni en þeir fara báðir fram á Laugardalsvelli. Ísland mætir Ungverjalandi 29. ágúst og Slóvakíu 2. september en þetta eru fyrstu mótsleikir liðsins síðan Jón Þór tók við liðinu í október 2018.

Cecilía Rán Rúnarsóttir, markmaður Fylkis, er nýliði í hópnum og þá er Cloé Lacasse ekki í hópnum en hún fékk íslenskan ríkisborgararétt um miðjan júní mánuð.

Markmenn:
Sandra Sigurðardóttir | Valur
Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik
Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Fylkir

Varnarmenn:
Ásta Eir Árnadóttir | Breiðablik
Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgården
Sif Atladóttir | Kristianstad
Guðný Árnadóttir | Valur
Anna Björk Kristjánsdóttir | PSV
Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengård
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir | Breiðablik
Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur

Miðjumenn:
Dagný Brynjarsdóttir | Portland Thorns
Margrét Lára Viðarsdóttir | Valur
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Breiðablik
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Utah Royals
Sara Björk Gunnarsdóttir | Wolfsburg
Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik
Hlín Eiríksdóttir | Valur
Agla María Albertsdóttir | Breiðablik

Framherjar:
Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Breiðablik
Elín Metta Jensen | Valur
Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristianstad
Fanndís Friðriksdóttir | Valur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert