Blikar reyna að endurvekja toppbaráttuna

ÍA og Breiðablik eigast við.
ÍA og Breiðablik eigast við. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breiðablik vann 2:1-sigur á ÍA á Norðurálsvellinum á Akranesi í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu í dag. Öll þrjú mörkin komu á fyrstu tíu mínútum leiksins en Blikum tókst, með sigrinum, að færast aðeins nær toppliði KR sem tapaði.

Blikar fóru heldur betur af stað með látum. Thomas Mikkelsen kom gestunum yfir strax á 4. mínútu þegar hann skoraði úr frákasti, eftir að Árni Snær Ólafsson hafði varið ágætis marktilraun Viktors Karls Einarssonar. Staðan var svo orðin 2:0 á 7. mínútu þegar Höskuldur Gunnlaugsson þrumaði í netið utan teigs en Skagamenn voru þó ekki á því að gefast upp.

Steinar Þorsteinsson fiskaði vítaspyrnu tveimur mínútum síðar og Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði úr henni til að minnka muninn, staðan orðin 2:1 eftir aðeins tíu mínútur. Leikurinn var áfram fjörugur fram að hálfleik og fékk Gísli Eyjólfsson meðal annars færi til að bæta við marki en allt kom fyrir ekki. Eftir hlé færðist svo meiri ró yfir leikinn er bæði lið löguðu varnarleikinn og gáfu færri færi á sér.

Skagamenn reyndu hvað þeir gátu að pressa undir lok leiks en þeim hefur gengið illa að skora í sumar og tókst ekki að kreista fram jafntefli í dag. Úrslitin þýða að Breiðablik er nú með 29 stig í öðru sætinu, sjö stigum á eftir toppliði KR þegar sex umferðir eru eftir. Skagamenn eru enn með 22 stig, nú í 6. sæti.

ÍA 1:2 Breiðablik opna loka
90. mín. Fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka