Forréttindi að spila með þessu liði

„Þetta var geggjað,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Breiðabliks, við mbl.is í Bosníu eftir að liðið tryggði sér sæti í 32ja liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Blikar unnu alla leiki sína í undanriðlinum, þann síðasta 3:1 gegn Sarajevó í dag.

„Þær voru alveg góðar að spila á milli sín, en við náðum að svara því. Við skoruðum snemma og gekk bara frekar vel eftir það,“ sagði Karólína, en hún segir leikmenn ekkert hafa hugsað um að jafntefli myndi nægja til að fara áfram.

„Nei alls ekki. Við sækjum alltaf þrjú stig og Steini [þjálfari] fer ekki í leiki til að fá jafntefli. Við ætluðum alltaf að sækja sigur.“

Karólína er ánægð með ferðina til Bosníu og hrósaði Blikaliðinu í hástert.

„Þetta er búið að vera geggjað. Það eru forréttindi að vera í Breiðablik og þetta hefur bara verið æði,“ sagði Karólína, og sagði að draumurinn væri að mæta Evrópumeisturum Lyon í næstu umferð.

Nánar er rætt við Karólínu í meðfylgjandi myndskeiði frá Bosníu.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir á …
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir á góðri stundu með Blikum. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka