Víkingur í úrslit í fyrsta sinn frá 1971

Ágúst Hlynsson úr Víkingi með boltann í kvöld. Damir Muminovic, …
Ágúst Hlynsson úr Víkingi með boltann í kvöld. Damir Muminovic, Breiðabliki, sækir að honum. mbl.is/Arnþór

Vík­ing­ur mæt­ir FH í bikar­úr­slit­um eft­ir 3:1-sig­ur á Breiðabliki í undanúr­slit­um Mjólk­ur­bik­ars karla í fót­bolta á heima­velli fyr­ir fram­an 1.848 áhorf­end­ur í Vík­inni í kvöld, en það er nýtt áhorf­enda­met á Vík­ings­vell­in­um. 

Fyrri hálfleik­ur var jafn fram­an af og gekk liðunum illa að skapa sér færi. Leik­ur­inn lifnaði hins veg­ar held­ur bet­ur við síðustu tíu mín­út­urn­ar. Það byrjaði allt þegar Thom­as Mikk­el­sen kom Breiðabliki yfir úr víta­spyrnu á 35. mín­útu, en hann náði í vítið sjálf­ur. 

Í stað þess að leggja árar í bát jöfnuðu Vík­ing­ar aðeins fimm mín­út­um síðar. Óttar Magnús Karls­son skoraði þá úr glæsi­legri auka­spyrnu rétt utan teigs, slá­in inn. Óttar skoraði keim­líkt mark gegn ÍBV í síðustu um­ferð deild­ar­inn­ar og er kom­inn með fjög­ur mörk í þrem­ur leikj­um hjá Vík­ing­um í sum­ar. 

Heima­menn voru ekki hætt­ir, því Ni­kolaj Han­sen slapp einn í gegn eft­ir glæsi­lega stungu­send­ingu Júlí­us­ar Magnús­son­ar í upp­bót­ar­tíma fyrri hálfleiks. Han­sen gerði allt rétt og skaut í blá­hornið fjær með ut­an­fót­ar­skoti. Staðan í hálfleik var því 2:1. 

Seinni hálfleik­ur­inn byrjaði svipað og sá fyrri. Lítið var um færi. Helstu tæki­færi Breiðabliks komu úr lang­skot­um, sem hittu ekki markið. Vík­ing­ar vörðust vel og var fátt sem benti til þess að Breiðablik væri að fara að jafna þegar seinni hálfleik­ur var hálfnaður. 

Þess í stað bættu Vík­ing­ar við marki á 69. mín­útu. Guðmund­ur Andri Tryggva­son skallaði þá í blá­hornið eft­ir flott­an sprett og fyr­ir­gjöf Davíðs Arn­ar Atla­son­ar. Vont varð verra hjá Breiðabliki á 83. mín­útu er Elf­ar Freyr Helga­son fékk beint rautt spjald fyr­ir for­ljótt brot á Ágústi Hlyns­syni. 

Tíu leik­menn Breiðabliks voru ekki lík­leg­ir til að minnka mun­inn og Vík­ing­ur fær tæki­færi til að verða bikar­meist­ari í annað skiptið í sög­unni. 

Vík­ing­ur R. 3:1 Breiðablik opna loka
skorar Óttar Magnús Karlsson (40. mín.)
skorar Nikolaj Hansen (45. mín.)
skorar Guðmundur Andri Tryggvason (69. mín.)
Mörk
skorar úr víti Thomas Mikkelsen (35. mín.)
fær gult spjald Halldór Smári Sigurðsson (34. mín.)
fær gult spjald Óttar Magnús Karlsson (46. mín.)
fær gult spjald Dofri Snorrason (63. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Höskuldur Gunnlaugsson (38. mín.)
fær gult spjald Gunnleifur Gunnleifsson (41. mín.)
fær rautt spjald Elfar Freyr Helgason (83. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Víkingur í úrslit í fyrsta skipti síðan 1971 og í þriðja skiptið í sögunni!
90 Víkingur R. fær hornspyrnu
90
Það verða að minnsta kosti sex mínútur í uppbótartíma. Nóg eftir.
88
Óttar Magnús liggur eftir og dómarinn stoppar leikinn. Vonandi er í lagi með framherjann. Stuðningsmenn Breiðabliks eru farnir að yfirgefa svæðið.
87 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) á skot sem er varið
Boltinn dettur fyrir hann inn í teig og skotið er gott en varslan hjá Þórði er geggjuð.
83 Elfar Freyr Helgason (Breiðablik) fær rautt spjald
Lætur skapið gjörsamlega fara með sig og fer aftan í Ágúst með sólann á undan. Forljótt brot og Elfar má gjöra svo vel og ganga af velli, sem hann gerir. Elfar tekur hinsvegar rauða spjaldið af Þorvaldi og kastar í grasið, áður en hann gengur út af. Elfar tapaði sér þarna.
82 Alfons Sampsted (Breiðablik) á skot framhjá
Lætur vaða rétt utan teigs en boltinn fer langt framhjá. Ekki góð tilraun og frekar dæmigert fyrir Breiðablik í seinni hálfleik.
80 Breiðablik fær hornspyrnu
Breiðablik reynir og reynir að það hefur gengið illa að reyna á Þórð Ingason í markinu.
79
Sölvi er í lagi og er kominn inn á.
77
Leikurinn er stöðvaður á meðan Sölvi fær aðhlynningu. Það yrði ansi slæmt fyrir Víking ef hann þarf að fara af velli, þar sem allar skiptingarnar eru búnar.
76 Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.) kemur inn á
76 Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur R.) fer af velli
75 Breiðablik fær hornspyrnu
73 Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) kemur inn á
73 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) fer af velli
73 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) kemur inn á
73 Alexander H. Sigurðarson (Breiðablik) fer af velli
69 MARK! Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur R.) skorar
3:1 - Víkingar eru komnir með annan fótinn í úrslitaleikinn! Davið Örn geysist upp hægri kantinn og á glæsilega sendingu á Guðmund Andra sem skallar í bláhornið úr teignum. Glimrandi góður sprettur og sending hjá Davíð og virkilega vel klárað hjá Guðmundi.
68 Kári Árnason (Víkingur R.) á skot framhjá
Í annað skiptið í kvöld sem Kári reynir skot af 25 metra færi eða svo. Svipuð tilraun og áðan, langt framhjá.
64 Brynjólfur D. Willumsson (Breiðablik) kemur inn á
64 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) fer af velli
64 Örvar Eggertsson (Víkingur R.) kemur inn á
64 Júlíus Magnússon (Víkingur R.) fer af velli
63
1848 áhorfendur í kvöld. Það er nýtt met hjá Víkingum. Til hamingju!
63 Dofri Snorrason (Víkingur R.) fær gult spjald
Togaði Gísla niður. Klárt spjald.
58 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) á skot framhjá
Vinnur boltann af Ágústi og lætur svo vaða úr þröngu færi. Boltinn rétt framhjá fjærstönginni.
55 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot framhjá
Hittir boltann betur en Viktor en nú fer hann rétt framhjá fjærstönginni. Kári er búinn að verjast Gísla gríðarlega vel í leiknum og þetta var eitt af fáum skiptum sem Gísli fékk smá pláss.
55 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) á skot framhjá
Hittir boltann illa um 20 metrum frá marki.
54 Kári Árnason (Víkingur R.) á skot sem er varið
Af 25 metra færi eða svo. Boltinn rúllar í fangið á Gunnleifi.
52 Alfons Sampsted (Breiðablik) á skot framhjá
Langt framhjá utan teigs. Þetta varð næstum því sending á Mikkelsen sem var í hættulegri stöðu.
51 Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) kemur inn á
51 Nikolaj Hansen (Víkingur R.) fer af velli
Eitthvað að glíma við meiðsli.
46 Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.) fær gult spjald
Sparkaði Damir niður. Um það bil tíu sekúndur búnar af seinni hálfleik.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Vonandi verður þetta jafn skemmtilegt og síðustu tíu í fyrri hálfleik.
45 Hálfleikur
Blikar rétt tóku miðjuna og svo var flautað til hálfleiks. Víkingar gerðu virkilega vel í að snúa þessu við á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks.
45 MARK! Nikolaj Hansen (Víkingur R.) skorar
2:1 - Júlíus með flotta stungusendingu á Hansen sem tímasetur hlaupið sitt fullkomlega og sleppur einn í gegn. Hann klárar utanfótar í bláhornið. Virkilega vel klárað og Víkingar eru búnir að snúa þessu við!
45 Nikolaj Hansen (Víkingur R.) á skot framhjá
Fær boltann utan teigs en þarf að teygja sig í hann og setur hann því hátt yfir.
45
Það verða tvær mínútur í uppbótartíma í fyrri hálfleik.
41 Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik) fær gult spjald
Var ósáttur við eitthvað í kringum aukaspyrnuna og fær spjald fyrir mótmæli.
40 MARK! Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.) skorar
1:1 - ÞVÍLÍKT MARK! Óttar skoraði úr aukaspyrnu gegn ÍBV og hann gerir það bara aftur! Rétt utan teigs, sláin inn. Glæsileg aukaspyrna, nánast á sama stað og hann skoraði gegn ÍBV.
38 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) fær gult spjald
Ætlar að sparka boltanum í burtu en endar á því að sparka í andlitið á Júlíusi. Víkingar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað, en fyrst er gert að meiðslum Júlíusar. Vonandi er hann í lagi.
36
Guðmundur Andri í dauðafæri! Guðmundur fer framhjá nokkrum varnarmönnum með glæsibrag og kemst einn gegn Gunnleifi. Í stað þess að skjóta reynir hann að leika á Gunnleif sem gerir vel í að taka boltan af tánum á honum. Þarna átti hann að skjóta!
35 MARK! Thomas Mikkelsen (Breiðablik) skorar úr víti
0:1 - Alls ekki besta víti sem ég hef séð. Þórður í boltanum en hann lekur inn! Breiðablik er komið yfir.
34 Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) fær gult spjald
34 Breiðablik fær víti
Eftir darraðardans í teig Víkings berst boltinn á Mikkelsen í algjöru dauðafæri. Halldór Smári ýtir á hann og þetta er klárt víti.
29
Vinstri bakvörðurinn Davíð Ingvarsson er búinn að vera hættulegasti maður Breiðabliks til þessa. Hann fer mikið upp kantinn og reynir fyrirgjafir.
27 Damir Muminovic (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Er í litlu jafnvægi og skallar laust og langt framhjá.
27 Breiðablik fær hornspyrnu
Slök hornspyrna en Dofri gefur aðra.
26 Breiðablik fær hornspyrnu
Davíð reynir sendingu en Júlíus er vel staðsettur og stöðvar fyrirgjöfina en gefur horn.
21 Víkingur R. fær hornspyrnu
Davíð Örn gerir vel í að ná í fyrstu hornspyrnu leiksins.
17 Davíð Ingvarsson (Breiðablik) á skot framhjá
Eftir sendingu frá hægri berst boltinn á Davíð vinstra megin við teiginn. Hann tekur viðstöðulaust skot á lofti en setur boltann nokkuð langt framhjá. Fyrsta tilraunin.
16
Guðmundur Andri fær boltann vinstra megin á vellinum, sækir að marki og lætur vaða rétt utan teigs en Damir gerir vel í að komast fyrir skotið.
15
Eftir fína byrjun hjá Víkinum eru gestirnir úr Kópavogi búnir að vera sterkari síðustu mínútur.
13
Flott spil hjá Blikum og Höskuldur fær boltann í teignum. Hann lætur vaða en setur boltann í varnarmann. Alfons reynir síðan fyrirgjöf en boltinn beint í fangið á Þórði Ingasyni, markmanni Víkinga.
11
Kári straujar Gísla og er stálheppinn að fá ekki spjald. Ljótt brot og mig grunar að ef þetta hefði verið einhver annar en Kári, hefði þetta verið gult spjald.
8
Júlíus Magnússon, sem hefur veirð að glíma við meiðsli í sumar, liggur aðeins eftir. Vonandi verður í lagi með hann.
7
Ágúst reynir skemmtilega stungusendingu ætlaða Guðmundi Andra en Gunnleifur er snöggur út úr markinu og nær til boltans.
5
Víkingur er meira með boltann í upphafi leiks. Heimamenn eru að spila skemmtilega með grasinu. Engin alvöru færi enn.
1
Færi strax í byrjun! Óttar Magnús með hættulega sendingu inn í teiginn ætlaða Nikolaj Hansen en Gunnleifur nær til boltans á undan Dananum.
1 Leikur hafinn
Víkingur byrjar með boltann og sækir í áttina að eigin félagsheimili og Fossvogi. Blikar sækja í áttina að sínum heimavelli, Kópavogi.
0
Sigurliðið mætir FH í úrslitum laugardaginn 14. september.
0
Þá ganga leikmenn inn á völlinn. Það er gríðarleg stemning í Víkinni, enda mikið undir og ekki á hverjum degi sem Víkingur kemst svona langt í bikar.
0
Ég hef aldrei séð svona mikið líf á einum fótboltaleik í Víkinni. Ég trúi varla öðru en að áhorfendametið verði slegið. Það er í kringum 1.600 sem stendur.
0
Breiðablik vann auðaveldan 10:1-sigur á Magna í 32-liða úrslitum, 3:1 gegn HK í 16-liða úrslitum og svo 4:2-sigur á Fylki í framlengdum leik í átta liða úrslitum.
0
Víkingur vann nauman 2:1-sigur á Knattspyrnufélaginu Ásvöllum í 32-liða úrslitum. Liðið vann síðan KA í vítakeppni eftir 1:1-jafntefli í 16-liða úrslitum og ÍBV í Vestmannaeyjum 3:2 í átta liða úrslitum.
0
Víkingur vonast til að slá aðsóknarmet í kvöld. Ég þurfti að leggja á einhverju túni og stúkan er að smekkfyllast. Ekki ólíklegt að metið verði slegið.
0
Kári Árnason leikur á miðjunni í kvöld, líkt og hann gerði í deildarleiknum gegn ÍBV á dögunum.
0
Breiðablik vann 3:1-sigur er liðin mættust í Kópavogi í 3. umferð deildarinnar. Þá skoraði Kolbeinn Þórðarson tvö mörk fyrir Breiðablik en hann er nú leikmaður Lommel í Belgíu.
0
Þessi lið mættust í lok júlí á þessum velli í deildinni. Eftir afar skemmtilegan leik hafði Víkingur betur, 3:2. Guðmundur Andri Tryggvason skoraði tvö fyrir Víking.
0
Komiði sæl og blessuð og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Víkings og Breiðabliks í undanúrslitum Mjólkurbikars karla.
Sjá meira
Sjá allt

Víkingur R.: (4-4-2) Mark: Þórður Ingason. Vörn: Davíð Örn Atlason, Halldór Smári Sigurðsson, Sölvi Geir Ottesen, Dofri Snorrason. Miðja: Ágúst Eðvald Hlynsson, Júlíus Magnússon (Örvar Eggertsson 64), Kári Árnason, Guðmundur Andri Tryggvason (Atli Hrafn Andrason 76). Sókn: Óttar Magnús Karlsson, Nikolaj Hansen (Erlingur Agnarsson 51).
Varamenn: Francisco Marmolejo (M), Logi Tómasson, Gunnlaugur H. Birgisson, Erlingur Agnarsson, Viktor Andrason, Örvar Eggertsson, Atli Hrafn Andrason.

Breiðablik: (4-5-1) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Alfons Sampsted, Elfar Freyr Helgason, Damir Muminovic, Davíð Ingvarsson. Miðja: Viktor Karl Einarsson, Alexander H. Sigurðarson (Andri Rafn Yeoman 73), Gísli Eyjólfsson (Viktor Örn Margeirsson 73), Guðjón Pétur Lýðsson, Höskuldur Gunnlaugsson (Brynjólfur D. Willumsson 64). Sókn: Thomas Mikkelsen.
Varamenn: Ólafur Íshólm Ólafsson (M), Guðmundur B. Guðjónsson, Þórir Guðjónsson, Viktor Örn Margeirsson, Karl Friðleifur Gunnarsson, Andri Rafn Yeoman, Brynjólfur D. Willumsson.

Skot: Breiðablik 9 (2) - Víkingur R. 6 (4)
Horn: Breiðablik 4 - Víkingur R. 2.

Lýsandi: Jóhann Ingi Hafþórsson
Völlur: Víkingsvöllur
Áhorfendafjöldi: 1848

Leikur hefst
15. ágú. 2019 19:15

Aðstæður:
Sól, blíða. Mikið sumar og mikið gaman.

Dómari: Þorvaldur Árnason
Aðstoðardómarar: Oddur Helgi Guðmundsson og Andri Vigfússon

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka