Andlát: Atli Eðvaldsson

Atli Eðvaldsson er látinn, 62 ára að aldri.
Atli Eðvaldsson er látinn, 62 ára að aldri. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Atli Eðvalds­son, fyrr­ver­andi landsliðsþjálf­ari, landsliðsfyr­irliði og at­vinnumaður í knatt­spyrnu, lést í dag 62 ára að aldri eft­ir bar­áttu við krabba­mein. Atli fædd­ist í Reykja­vík 3. mars 1957.

Knatt­spyrnu­sam­band Íslands til­kynnti and­látið fyr­ir stundu. Leik­menn ís­lenska kvenna­landsliðsins leika með sorg­ar­bönd gegn Slóvakíu í kvöld til að minn­ast Atla. Dótt­ir hans, Sif, verður ekki með liðinu en lands­leik­ur þjóðanna hefst kl. 18.45 á Laug­ar­dals­velli.

Atli lék á sín­um tíma 70 lands­leiki fyr­ir Ísland, var um skeið leikja­hæsti landsliðsmaður Íslands, og þjálfaði landsliðið frá 2000 til 2003. Hann hóf meist­ara­flokks­fer­il­inn með Val árið 1974 og lék 93 deild­ar­leiki fyr­ir liðið á sex árum, þar sem hann skoraði 31 mark. Á þeim árum varð hann tvisvar Íslands­meist­ari og þris­var bikar­meist­ari.

Árið 1980 samdi hann við stórliðið Borussia Dort­mund í Þýskalandi og var þar í eitt tíma­bil. Þaðan lá leiðin til Fort­una Düs­seldorf þar sem hann lék 122 leiki og skoraði 38 mörk frá 1981 til 1985. Þá skoraði hann fyrst­ur er­lendra leik­manna fimm mörk í ein­um leik í þýsku Bundeslig­unni, í 5:1-sigri á Eintracht Frankfurt.

Eft­ir það lék hann með Uer­d­ingen í Bundeslig­unni frá 1985 til 1988 og hafði að þeim tíma liðnum skorað 59 mörk í 224 leikj­um í deild­inni.

Atli kom þá heim og lék með Val 1988 og 1989 þar sem hann varð bikar­meist­ari í fjórða sinn og skoraði sig­ur­markið í óvænt­um sigri Vals á Mónakó í Evr­ópu­leik. Atli lék hluta tíma­bils­ins 1988-89 með TuRU Düs­seldorf í Þýskalandi og síðan með Gencler­bir­ligi í Tyrklandi vet­ur­inn 1989-1990. Atli lék með KR í fjög­ur tíma­bil frá 1990 til 1993 og skoraði 16 mörk í 48 leikj­um. 

Atli tók til við þjálf­un eft­ir leik­manns­fer­il­inn og tók fyrst við HK þar sem hann var spilandi þjálf­ari árið 1994. Hann tók síðan við ÍBV þar sem hann var við stjórn frá 1995 til 1996, áður en hann fór til Fylk­is í eitt ár. Frá 1998 til 1999 var hann þjálf­ari KR, en tók svo við ís­lenska karla­landsliðinu, sem hann þjálfaði frá 1999 til 2003. KR vann sinn fyrsta Íslands­meist­ara­titil í 31 ár und­ir stjórn Atla árið 1999 og varð jafn­framt bikar­meist­ari.

Atli þjálfaði Þrótt í Reykja­vík frá 2005 til 2006, en tók sér svo frí frá þjálf­un, áður en hann tók við Val 2009. Hann þjálfaði Reyni Sand­gerði 2013, Aft­ur­eld­ingu 2014 og svo að lok­um Kristianstad í Svíþjóð 2017 og Ham­ar í Hvera­gerði sum­arið 2018.

For­eldr­ar Atla voru Eðvald Hinriks­son og Sig­ríður Bjarna­dótt­ir og systkini hans eru Jó­hann­es og Anna. Atli læt­ur eft­ir sig fjög­ur börn, Egil, Sif, Emil og Söru.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert