Atli Eðvaldsson – litríkur ferill í máli og myndum

Atli Eðvaldsson fæddist 3. mars 1957 og lést 2. september …
Atli Eðvaldsson fæddist 3. mars 1957 og lést 2. september 2019. Hann var landsliðsfyrirliði Íslands um árabil, var um tíma leikjahæsti landsliðsmaður Íslands, og var síðar landsliðsþjálfari í hálft fjórða ár. Morgunblaðið/Brynjar Gauti

Þótt Atli Eðvaldsson hafi fallið frá á besta aldri, aðeins 62 ára gamall, átti hann að baki 45 ára feril sem knattspyrnumaður og þjálfari. Óhætt er að segja að með Atla sé horfinn á braut einhver litríkasti persónuleiki í íslenskum fótbolta á síðari árum, enda setti hann svip sinn á þau lið sem hann lék með og þjálfaði.

Atli var í fremstu röð í hópi brautryðjendanna af sinni kynslóð sem komu íslenskri knattspyrnu á Evrópukortið og vöktu athygli á landi og þjóð með frammistöðu sinni sem atvinnumenn með sterkum liðum á meginlandi Evrópu. Hann er enn markahæsti Íslendingurinn í þýsku Bundesligunni þar sem hann skoraði 59 mörk. Hann fór fyrir íslenska landsliðinu, fyrst sem miðjumaður, þá sem framherji og loks sem varnarmaður, var fyrirliði þess um fimm ára skeið og átti landsleikjametið um tíma eftir að hafa spilað 70 landsleiki. Í þeim skoraði hann átta mörk.

Atli hóf þjálfaraferilinn árið 1994 og lauk honum árið 2018. Þar gerði hann m.a. KR-inga að Íslandsmeisturum árið 1999 eftir 31 árs bið og stýrði í kjölfarið karlalandsliðinu í tæp fjögur ár.

Hér fyrir neðan gefur að líta samantekt á ferli Atla í máli og myndum, allt frá því hann sló í gegn í fyrsta meistaraflokksleiknum með Val árið 1974 og þar til hann tók við sínu síðasta þjálfarastarfi hjá Hamri í Hveragerði haustið 2018.

Á þessari opnu úr Valsbókinni
Á þessari opnu úr Valsbókinni "Áfram hærra" er þessi mynd af Guðmundi Þorbjörnssyni, Jóhannesi Eðvaldssyni og Atla Eðvaldssyni. Hún var tekin eftir að Guðmundur og Atli komu inn á í sínum fyrsta meistaraflokksleik í júlí 1974 og Atli jafnaði gegn KR, 2:2, rétt fyrir leikslok með sinni fyrstu spyrnu. Atli spilaði með Val til 1979, skoraði 31 mark í 93 leikjum í efstu deild og varð tvisvar Íslandsmeistari og þrisvar bikarmeistari á þeim tíma.
Atli lék sinn fyrsta landsleik í Færeyjum 19 ára gamall …
Atli lék sinn fyrsta landsleik í Færeyjum 19 ára gamall árið 1976 og skoraði í 6:1 sigri Íslands. Hann lék sinn 70. og síðasta landsleik í 0:0 jafntefli gegn Dönum á Laugardalsvellinum haustið 1991 og var þá leikjahæsti landsliðsmaður Íslands. Hann var fyrirliði landsliðsins frá 1986 til 1991. Morgunblaðið/Einar Falur
Atli sækir að markverði andstæðinganna í leik með Dortmund, fyrsta …
Atli sækir að markverði andstæðinganna í leik með Dortmund, fyrsta liðinu sem hann lék með í Þýskalandi, árið 1981. Hann gerði 11 mörk í 30 leikjum fyrir liðið í Bundesligunni tímabilið 1980-81. Atli kom til Dortmund frá Val sumarið 1980 eftir að hafa slegið í gegn hjá félaginu þegar hann var þar til reynslu fyrr á árinu.
Atli skrifar undir samning við Fortuna Düsseldorf haustið 1981. Hann …
Atli skrifar undir samning við Fortuna Düsseldorf haustið 1981. Hann lék með liðinu í fjögur ár í Bundesligunni og skoraði 38 mörk í 122 leikjum í deildinni. Ljósmynd/Horst Müller
Atli Eðvaldsson og Pétur Ormslev hjá Düsseldorf og Ásgeir Sigurvinsson …
Atli Eðvaldsson og Pétur Ormslev hjá Düsseldorf og Ásgeir Sigurvinsson hjá Stuttgart fyrir leik liðanna 11. september 1982. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Atli skorar eitt fimm marka sinna fyrir Düsseldorf gegn Eintracht …
Atli skorar eitt fimm marka sinna fyrir Düsseldorf gegn Eintracht Frankfurt í 5:1 sigrinum 4. júní 1983. Atli varð þar með fyrsti erlendi leikmaðurinn til að skora fimm mörk í leik í Bundesligunni og hann varð næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar tímabilið 1982-83 með 21 mark. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Pétur Ormslev og Atli við flugvélina sem beið þeirra eftir …
Pétur Ormslev og Atli við flugvélina sem beið þeirra eftir 5:1 sigur Düsseldorf á Frankfurt 4. júní 1983 og flutti þá heim til að spila landsleik gegn Möltu á Laugardalsvellinum sólarhring síðar. Þar skoraði Atli sigurmarkið, 1:0, og gerði því sex mörk á rúmum sólarhring, öll sex mörk sinna liða. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Keppnismaðurinn Atli kreppir hnefana eftir að markvörður Skota varði frá …
Keppnismaðurinn Atli kreppir hnefana eftir að markvörður Skota varði frá honum úr dauðafæri í landsleik á Laugardalsvellinum 1985. Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason
Atli lék með Bayer Uerdingen í Bundesligunni frá 1985 til …
Atli lék með Bayer Uerdingen í Bundesligunni frá 1985 til 1988 þar sem hann skoraði 10 mörk í 72 deildaleikjum. Uerdingen náði 3. sæti í deildinni með hann innanborðs á fyrsta tímabili og fór langt í UEFA-bikarnum veturinn eftir en féll loks út gegn Barcelona. Ljósmynd/KFC Uerdingen
Atli skoraði sigurmark Íslands í sætum útisigri á Norðmönnum í …
Atli skoraði sigurmark Íslands í sætum útisigri á Norðmönnum í Ósló, 1:0, í undankeppni EM í september 1987. Ísland hafði unnið heimaleikinn gegn Norðmönnum á Laugardalsvellinum tveimur vikum áður.
Atli í baráttu við Sigurð B. Jónsson í 3:1 sigri …
Atli í baráttu við Sigurð B. Jónsson í 3:1 sigri Vals gegn ÍA á Hlíðarenda árið 1988. Atli kom heim úr atvinnumennsku og lék með Val 1988 og 1989, rúmlega hálft tímabil hvort ár, þar sem hann gerði 6 mörk í 23 leikjum í deildinni, en spilaði um veturinn með Turu Düsseldorf í þýsku C-deildinni. Atli varð bikarmeistari með Val í fjórða sinn haustið 1988. Morgunblaðið/Einar Falur
Atli í baráttu við franska landsliðsmanninn Patrick Battiston þegar Valur …
Atli í baráttu við franska landsliðsmanninn Patrick Battiston þegar Valur lagði frönsku meistarana Mónakó, 1:0, í Evrópukeppni meistaraliða haustið 1988. Atli skoraði sigurmarkið og þetta er einn stærsti sigur íslensks félagsliðs í sögunni. Morgunblaðið/Einar Falur
Atli sækir að Rinat Dasajev, einum besta markverði heims, í …
Atli sækir að Rinat Dasajev, einum besta markverði heims, í landsleik gegn Sovétríkjunum. Atli lék með Genclerbirligi í Tyrklandi tímabilið 1989-90 þar sem hann skoraði 6 mörk í 23 leikjum og það var hans síðasti vetur í atvinnumennsku. Morgunblaðið/Bjarni
Atli horfir liggjandi á eftir boltanum í netið eftir að …
Atli horfir liggjandi á eftir boltanum í netið eftir að hafa kastað sér fram og skallað og gulltryggt sigur Íslands á Albaníu, 2:0, í maí 1990. Morgunblaðið/Einar Falur
Atli og Bo Johannsson þáverandi landsliðsþjálfari Íslands fagna sigri gegn …
Atli og Bo Johannsson þáverandi landsliðsþjálfari Íslands fagna sigri gegn Albaníu á Laugardalsvellinum í maí 1990. Morgunblaðið/Bjarni
Atli skorar sigurmark KR gegn ÍBV, 1:0, árið 1991 með …
Atli skorar sigurmark KR gegn ÍBV, 1:0, árið 1991 með skalla eftir aukaspyrnu Péturs Péturssonar. Þorsteinn Gunnarsson markvörður og Heimir Hallgrímsson varnarmaður ÍBV fá ekkert að gert. Atli lék með KR frá 1990 til 1993 og skoraði 18 mörk í 65 leikjum fyrir félagið í efstu deild. Morgunblaðið/KGA
Atli hóf þjálfaraferilinn árið 1994 þegar hann tók við liði …
Atli hóf þjálfaraferilinn árið 1994 þegar hann tók við liði HK sem var nýliði í næstefstu deild. Hann tók fram skóna á ný um sumarið, lék 11 leiki með liðinu og skoraði eitt mark, og lauk með því ferli sínum sem leikmaður. Atli náði að halda Kópavogsliðinu í deildinni sem þótti óvæntur árangur. Ljósmynd/Íslensk knattspyrna 1994
Atli þjálfaði Eyjamenn í tvö ár, 1995 og 1996, og …
Atli þjálfaði Eyjamenn í tvö ár, 1995 og 1996, og þeir enduðu í þriðja og fjórða sætinu þar sem þeir náðu Evrópusæti í bæði skiptin. Í framhaldi af því vann ÍBV meistaratitilinn tvö ár í röð. Atli fór hinsvegar í Árbæinn og þjálfaði Fylki í 1. deildinni eitt tímabil, 1997. Ómar Óskarsson
Atli tók við þjálfun KR fyrir tímabilið 1998 og var …
Atli tók við þjálfun KR fyrir tímabilið 1998 og var kynntur til leiks af Björgólfi Guðmundssyni formanni knattspyrnudeildar félagsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Atli ásamt tveimur lærisveinum sínum, Einari Erni Birgissyni og Bjarna …
Atli ásamt tveimur lærisveinum sínum, Einari Erni Birgissyni og Bjarna Þorsteinssyni, eftir sigurleik með KR. Atli þjálfaði KR 1998 og 1999 og seinna árið varð félagið Íslandsmeistari í fyrsta skipti í 31 ár, eða frá 1968. mbl.is/Brynjar Gauti
Atli faðmar að sér Sigurstein Gíslason og Kristján Finnbogason eftir …
Atli faðmar að sér Sigurstein Gíslason og Kristján Finnbogason eftir sigurleik gegn ÍBV á KR-vellinum. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
Atli tók við starfi landsliðsþjálfara Íslands í ársbyrjun 2000 og …
Atli tók við starfi landsliðsþjálfara Íslands í ársbyrjun 2000 og hér faðmar hann Eið Smára Guðjohnsen eftir sigur á Norður-Írum á Laugardalsvellinum í október árið 2000. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Atli segir landsliðsmönnum til á æfingu í Kerala á Indlandi …
Atli segir landsliðsmönnum til á æfingu í Kerala á Indlandi í janúar 2001. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson
Einn stærsti sigur Íslands undir stjórn Atla var gegn Tékkum …
Einn stærsti sigur Íslands undir stjórn Atla var gegn Tékkum á Laugardalsvellinum, 3:1, í septemberbyrjun árið 2001. Hér fylgist hann með lokamínútum leiksins. Morgunblaðið/RAX
Atli með bróður sínum Jóhannesi og dóttur hans Ellen Sigríði …
Atli með bróður sínum Jóhannesi og dóttur hans Ellen Sigríði fyrir leik gegn Skotum í mars 2003. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Atli fékk Guðna Bergsson til að gefa kost á sér …
Atli fékk Guðna Bergsson til að gefa kost á sér í landsliðið á ný eftir sex ára fjarveru fyrir leik gegn Skotum í Glasgow í mars 2003 og hér ræða þeir málin á æfingu fyrir leikinn. Það var síðasti leikur Atla með landsliðið því hann sagði starfinu lausu um vorið. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Atli sendir Indriða Sigurðsson inná sem varamann í leik gegn …
Atli sendir Indriða Sigurðsson inná sem varamann í leik gegn Skotum á Hampden Park í Glasgow. Þjóðverjinn Berti Vogts, þáverandi landsliðsþjálfari Skota, til hliðar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Eftir að hafa hætt með landsliðið vorið 2003 sneri Atli …
Eftir að hafa hætt með landsliðið vorið 2003 sneri Atli sér aftur að þjálfun þegar hann tók við Þrótti í Reykjavík á miðju sumri 2005 og stýrði liðinu út tímabilið 2006. Hann þjálfaði ekki lið næstu tvö ár á eftir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Atli sneri aftur til Vals eftir 20 ára fjarveru þegar …
Atli sneri aftur til Vals eftir 20 ára fjarveru þegar hann tók við þjálfun liðsins í byrjun júlí 2009 og stýrði því til loka tímabilsins. Honum til aðstoðar var Þorgrímur Þráinsson, samherji hans með Val og landsliðinu á árum áður. mbl.is/Golli
Atli ræðir við Eggert Magnússon, formann Knattspyrnusambands Íslands, í landsliðsferð. …
Atli ræðir við Eggert Magnússon, formann Knattspyrnusambands Íslands, í landsliðsferð. Á árunum 2013-18 þjálfaði Atli Reyni í Sandgerði, Aftureldingu í Mosfellsbæ, starfaði hjá danska félaginu Hörsholm um skeið, þjálfaði Kristianstad í Svíþjóð og loks Hamar í Hveragerði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Hamar í Hveragerði var síðasti áfangastaður Atla í fótboltanum en …
Hamar í Hveragerði var síðasti áfangastaður Atla í fótboltanum en hann tók við liðinu 1. júlí 2018 og stýrði því til loka tímabilsins. Matthías Þórisson hjá Hamri varð síðastur til að skrifa undir þjálfarasamning við Atla Eðvaldsson. Ljósmynd/Facebooksíða Hamars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert