Tólfan tilbúin með fána til minningar um Atla

Fáninn sem Tólfan flaggar á Laugardalsvelli í dag er í …
Fáninn sem Tólfan flaggar á Laugardalsvelli í dag er í stíl við fánann sem sveitin lét gera til minningar um Hermann Gunnarsson á sínum tíma.

Stuðningsmannasveitin Tólfan hefur látið gera veglegan fána tileinkaðan Atla Eðvaldssyni, fyrrverandi landsliðsfyrirliða og landsliðsþjálfara í knattspyrnu. Hann verður í forgrunni hjá Tólfunni á Laugardalsvellinum í dag þegar Ísland mætir Moldóvu í undankeppni EM klukkan 16.00 en Atla verður sérstaklega minnst fyrir leikinn. Hann lést 2. september sl.

„Við vildum minnast Atla eins og við gerðum með Hemma Gunn um árið. Atli var alltaf góður drengur sem við litum mikið upp til. Hann átti góð ár með landsliðinu áður en Tólfan var stofnuð. Hann er holdgervingur þess sem við stöndum fyrir. Við sendum fjölskyldu, ættingjum og vinum samúðarkveðjur,“ sagði Friðgeir Bergsteinsson stjórnarmaður í Tólfunni við mbl.is í dag.

Hermann Gunnarsson og Tólfan árið 2013.
Hermann Gunnarsson og Tólfan árið 2013. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert