Gott að Evrópusætið sé í höfn

Höskuldur Gunnlaugsson.
Höskuldur Gunnlaugsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son inn­siglaði Evr­óp­u­sætið fyr­ir Breiðablik þegar hann tryggði sín­um mönn­um jafn­tefli gegn Stjörn­unni í 20. um­ferð Pepsi Max-deild­ar karla í knatt­spyrnu á Kópa­vogs­vell­in­um í kvöld.

Stigið gerði það að verk­um að Evr­óp­u­sætið er tryggt hjá Blik­um en þeir geta ekki lent neðar en í þriðja sæti deild­ar­inn­ar.

„Við get­um glaðst yfir því að Evr­óp­u­sætið er tryggt en við átt­um klár­lega að vinna þenn­an leik. Stjarn­an er með hörku­varn­ar­lið og það var gott hjá okk­ur að koma til baka eft­ir að hafa lent und­ir. Við náðum samt oft að opna Stjörnu­vörn­ina í seinni hálfleik og við vor­um klauf­ar að skora ekki fleiri mörk.

Stjarn­an refsaði okk­ur einu sinni í fyrri hálfleik og gerði það vel en við sótt­um án af­láts í seinni hálfleik en því miður tókst okk­ur ekki að skora nema eitt mark,“ sagði Hösk­uld­ur við mbl.is eft­ir leik­inn.

„Við ætluðum bara að reyna allt sem við gát­um til að vinna síðustu þrjá leik­ina. Maður átti kannski ekk­ert sér­stak­lega von á því að Val­ur myndi tapa fyr­ir KR en Evr­óp­u­sætið er alla vega í höfn og það kem­ur ekki til greina annað en að taka annað sætið.“

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka