Þrenna Berglindar tryggði gullskóinn

Berglind Björg Þorvalsdóttir er markadrotningin árið 2019.
Berglind Björg Þorvalsdóttir er markadrotningin árið 2019. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Berglind Björg Þorvaldsdóttir úr Breiðabliki er markadrottning Íslandsmótsins í knattspyrnu í ár. Berglind, sem einnig varð markadrottning á síðasta ári, skoraði 16 mörk í deildinni.

Valskonurnar Hlín Eiríksdóttir og Elín Metta Jensen skoruðu einnig 16 mörk en Berglind fær gullskóinn þar sem hún lék 17 leiki á meðan Hlín og Elín léku báðar 18 leiki. 

Fyrir lokaumferðina í dag var Berglind með 13 mörk, en hún skoraði þrennu í sannfærandi 5:1-útisigri á Fylki.

Því miður fyrir Berglindi dugði það ekki til að tryggja Breiðabliki Íslandsmeistaratitilinn, þar sem Valur hafði betur gegn Keflavík, 3:2 og tryggði sér titilinn. 

Markahæstu leikmenn Pepsi Max-deildarinnar 2019: 
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki 16
Hlín Eiríksdóttir, Val 16
Elín Metta Jensen, Val 16
Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 15
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 12

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert