Sveindís Jane sú besta í deildinni

Sveindís Jane Jónsdóttir (l.t.v.).
Sveindís Jane Jónsdóttir (l.t.v.). mbl.is/Hari

Sveindís Jane Jónsdóttir, átján ára framherji úr Keflavík, er leikmaður ársins 2019 í úrvalsdeild kvenna í fótbolta, Pepsi Max-deildinni, hjá Morgunblaðinu.

Hún varð efst í M-einkunnagjöf blaðsins á tímabilinu sem lauk á laugardaginn þar sem Sveindís tryggði sér toppsætið með mjög góðri frammistöðu gegn Íslandsmeisturum Vals.

Á íþróttasíðum blaðsins í dag er ítarlegt uppgjör á M-gjöf Morgunblaðsins í úrvalsdeild kvenna fyrir keppnistímabilið 2019, m.a. birt úrvalslið ársins og fimm bestu leikmennirnir í hverju liði fyrir sig í deildinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert