Nóg að gera hjá íslenskum dómurum

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Það er í nógu að snúast fyrir íslenska knattspyrnudómara í vikunni. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leik Liechtenstein og Slóvakíu í undankeppni EM U20 karla á miðvikudag. 

Honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Birkir Sigurðarson. Fjórði dómari verður Ívar Orri Kristjánsson.

Þorvaldur Árnason og Oddur Helgi Guðmundsson dæma í undankeppni EM U19 ára í karlaflokki í Ungverjalandi. Riðilinn fer fram 9.-15. október og leika Ungverjaland, Króatía, Georgía og Kasakstan í riðlinum. 

Einar Ingi Jóhannsson og Þórður Arnar Árnason dæma svo leik Fremad Amagar og Köge í B-deild Danmerkur á föstudag. Er það liður í norrænu samstarfi dómara. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka