Markvörðurinn Haraldur Björnsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Stjörnuna en félagið greinir frá þessu á facebook-síðu sinni í dag.
Haraldur, sem er 30 ára gamall, hefur spilað með Garðabæjarliðinu frá árinu 2017 en þar áður var hann í herbúðum Vals og Þróttar Reykjavíkur, og lék erlendis með Lilleström, Strömmen, Fredrikstad og Sarpsborg í Noregi og með Östersund í Svíþjóð, ásamt því að hann var í röðum Hearts í Skotlandi fyrstu árin erlendis.
Haraldur hefur spilað 91 leik í efstu deild, á einn A-landsleik að baki og hefur spilað með öllum yngri landsliðunum.