Stelpurnar töpuðu úrslitaleiknum

Barbára Sól Gísladóttir.
Barbára Sól Gísladóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska U19 ára lið kvenna í knattspyrnu tapaði fyrir Spáni 3:0 í úrslitaleiknum um efsta sætið í 7. riðli undankeppni Evrópumótsins en leikurinn fór fram á Origo-vellinum á Hlíðarenda í kvöld.

Fyrir leikinn voru bæði liðin búin að tryggja sér sæti í milliriðlinum og spurningin aðeins hvort liðið færi með sigur af hólmi í riðlinum.

Paula Gutiérrez skoraði fyrsta mark Spánverja á 43. mínútu, Leire Pena bætti við öðru marki á 64. mínútu og í uppbótartímanum skoraði Navarro þriðja markið.

Byrjunarlið Íslands:

Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (M)

Barbára Sól Gísladóttir

Katla María Þórðardóttir

Arna Eiríksdóttir

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir

Eva Rut Ásþórsdóttir

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (F)

Ída Marín Hermannsdóttir

Helena Ósk Hálfdánardóttir

Hafrún Rakel Halldórsdóttir

Sveindís Jane Jónsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert