Þorlákur Árnason, fyrrverandi þjálfari yngri landsliða Íslands og núverandi yfirmaður knattspyrnumála hjá knattspyrnusambandi Hong Kong, furðar sig á sviptingunum á stöðu hægri bakvarðar í íslenska karlalandsliðinu.
Guðlaugur Victor Pálsson lék í þeirri stöðu gegn Frökkum í gærkvöld en Hjörtur Hermannsson hefur spilað hana í undanförnum leikjum og Birkir Már Sævarsson um árabil þar á undan.
Þorlákur, sem hljóp í skarðið sem aðstoðarþjálfari landsliðs Hong Kong um skeið, setti þessa færslu á Twitter fyrir stundu:
Getur einhver útskýrt þetta hægri bakvarðardæmi í landsliðinu? Birkir Már kemur inn í hóp en þá er þriðji möguleikinn notaður sem ekki hefur spilað bakvörð. Spenntur að sjá hver spilar á mánudaginn.
— Thorlakur Arnason (@ThorlakurA) October 12, 2019