Hver verður hægri bakvörður á mánudaginn?

Guðlaugur Victor Pálsson í baráttu við Blaise Matuidi á Laugardalsvellinum …
Guðlaugur Victor Pálsson í baráttu við Blaise Matuidi á Laugardalsvellinum í gærkvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorlákur Árnason, fyrrverandi þjálfari yngri landsliða Íslands og núverandi yfirmaður knattspyrnumála hjá knattspyrnusambandi Hong Kong, furðar sig á sviptingunum á stöðu hægri bakvarðar í íslenska karlalandsliðinu.

Guðlaugur Victor Pálsson lék í þeirri stöðu gegn Frökkum í gærkvöld en Hjörtur Hermannsson hefur spilað hana í undanförnum leikjum og Birkir Már Sævarsson um árabil þar á undan. 

Þorlákur, sem hljóp í skarðið sem aðstoðarþjálfari landsliðs Hong Kong um skeið, setti þessa færslu á Twitter fyrir stundu:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert