Kári Árnason varð í gærkvöld níundi landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu karla frá upphafi til að spila 80 leiki fyrir A-landslið Íslands.
Hann lék áttugasta landsleikinn gegn Frökkum á Laugardalsvellinum og þetta er annar leikurinn í röð þar sem íslenskur landsliðsmaður nær þessum áfanga en Birkir Bjarnason spilaði sinn áttugasta landsleik gegn Albaníu í síðasta mánuði.
Þessir níu leikjahæstu landsliðsmenn Íslands frá upphafi eru eftirtaldir:
104 Rúnar Kristinsson
91 Ragnar Sigurðsson
90 Birkir Már Sævarsson
89 Hermann Hreiðarsson
88 Eiður Smári Guðjohnsen
87 Aron Einar Gunnarsson
81 Birkir Bjarnason
80 Guðni Bergsson
80 Kári Árnason
Sá tíundi leikjahæsti er Jóhann Berg Guðmundsson sem spilaði sinn 75. landsleik í gærkvöld og fór með því framúr þeim Birki Kristinssyni og Brynjari Birni Gunnarssyni, en ljóst er að 80 leikja hópurinn mun ekki stækka frekar á þessu ári.