Liðið gegn Svíum - Daníel byrjar á heimavellinum

Daníel Hafsteinsson byrjar inn á í Helsingborg í dag.
Daníel Hafsteinsson byrjar inn á í Helsingborg í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Arnar Þór Viðarsson þjálfari 21-árs landsliðs karla í knattspyrnu hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Svíum í undankeppni Evrópumótsins sem hefst á Olympia-leikvanginum í Helsingborg klukkan 13.45 að íslenskum tíma.

Hann gerir eina  breytingu frá sigurleiknum gegn Armeníu, 6:1, í síðasta mánuði. Daníel Hafsteinsson kemur inn á miðjuna fyrir Alex Þór Hauksson, sem sest á bekkinn, en Daníel er einmitt leikmaður Helsingborg og því á heimavelli í dag.

Byrjunarliðið er þannig skipað:

Markvörður:
Patrik Sigurður Gunnarsson, Brentford

Vörn:
Alfons Sampsted, Breiðabliki
Ari Leifsson, Fylki
Ísak Óli Ólafsson, SönderjyskE
Kolbeinn Birgir Finnsson, Dortmund

Miðja:
Jón Dagur Þorsteinsson, AGF, fyrirliði
Stefán Teitur Þórðarson, ÍA
Daníel Hafsteinsson, Helsingborg
Willum Þór Willumsson, BATE Borisov
Mikael Anderson, Midtjylland

Sókn:
Sveinn Aron Guðjohnsen, Spezia

Elías Rafn Ólafsson (Midtjylland), Finnur Tómas Pálmason (KR), Alex Þór Hauksson (Stjörnunni), Jónatan Ingi Jónsson (FH), Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðabliki), Valdimar Þór Ingimundarson (Fylki), Hörður Ingi Gunnarsson (ÍA), Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingi R.), Þórir Jóhann Helgason (FH).

Íslensku strákarnir hafa byrjað keppnina vel og eru með sex stig eftir 3:0 sigur á Lúxemborg og 6:1 sigur á Armeníu. Svíar hafa tapað sínum eina leik til þessa, 1:3 gegn Írum á heimavelli, en íslenska liðið fær einmitt Íra í heimsókn á Víkingsvöll á þriðjudaginn. Írar eru búnir að spila fjóra leiki og eru komnir með 10 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert