Aron í hópnum gegn Andorra

Aron Elís Þrándarson í vináttulandsleik gegn Mexíkó 2017.
Aron Elís Þrándarson í vináttulandsleik gegn Mexíkó 2017. AFP

Erik Hamrén, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, hefur kallað Aron Elís Þrándarson, leikmann Aalesund í Noregi, inn í landsliðshópinn sem mætir Andorra annað kvöld í undankeppni EM.

Jóhann Berg Guðmundsson og Rúnar Már Sigurjónsson meiddust báðir í 1:0-tapinu gegn Frakklandi á föstudagskvöld og eru því ekki til taks á morgun.

Aron Elís, sem er 24 ára, á að baki 4 vináttulandsleiki fyrir A-landsliðið, þar af tvo í byrjun þessa árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert