Knattspyrnudeild KR hefur samið við Láru Kristínu Pedersen til tveggja ára. Lára kemur til KR frá Þór/KA þar sem hún lék á síðustu leiktíð.
Lára er uppalin hjá Aftureldingu og lék m.a. með liðinu í úrvalsdeildinni til ársins 2014. Þá fór hún í Stjörnuna þar sem hún lék í fimm tímabil.
Lára varð Íslands- og bikarmeistari í tvígang með Stjörnunni áður en leiðin lá norður.
Miðjumaðurinn skoraði eitt mark á síðustu leiktíð er Þór/KA endaði í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar. KR hafnaði í sjöunda sæti.