Knattspyrnukonan Fanndís Friðriksdóttir skrifaði í dag undir nýjan samning við Val. Fanndís kom til Vals síðasta sumar og hefur skorað ellefu mörk í 30 leikjum hjá félaginu.
Valur varð Íslandsmeistari síðasta sumar og var Fanndís lykilmaður í velgengi liðsins. Fanndís á 106 A-landsleiki að baki og í þeim hefur hún skoraði 17 mörk. Alls hefur hún skorað 117 mörk í 238 leikjum hér á landi.
Fanndís hefur spilað með Breiðabliki, og Val á Íslandi og með norsku liðunum Kolbotn og Arna-Björnar, franska liðinu Marseille og Adelaide United frá Ástralíu.