Þróttarar úr Reykjavík sem leika í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á næsta tímabili eftir fjögurra ára fjarveru, hafa sótt sér liðsauka vestan um haf fyrir komandi tímabil.
Þróttur hefur samið við bandaríska leikmanninn Mary Alice Vignola frá Cincinnati í Ohio en hún hefur leikið með Tennessee háskóla undanfarin ár. Vignola hefur verið helsti markaskorari liðsins og skoraði 9 mörk í 18 leikjum á þessu ári.
Mary Alice Vignola hefur skrifað undir samning við Þrótt sem gildir út tímabilið 2020 en þessi 21 árs gamli leikmaður kemur til félagsins frá Tennessee. Við bjóðum hana velkomna í hjartað í Reykjavík og hlökkum til komandi tímabils í Pepsi Max deildinni. #Lifi pic.twitter.com/FnbmI6e2ov
— Þróttur (@throtturrvk) December 18, 2019