Nýliðarnir fá liðsauka fyrir næsta sumar

Mary Alice Vignola hefur samið við Þrótt.
Mary Alice Vignola hefur samið við Þrótt.

Þróttarar úr Reykjavík sem leika í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á næsta tímabili eftir fjögurra ára fjarveru, hafa sótt sér liðsauka vestan um haf fyrir komandi tímabil.

Þróttur hefur samið við bandaríska leikmanninn Mary Alice Vignola frá Cincinnati í Ohio en hún hefur leikið með Tennessee háskóla undanfarin ár. Vignola hefur verið helsti markaskorari liðsins og skoraði 9 mörk í 18 leikjum á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert