Snýr aftur heim í Kópavoginn

Oliver Sigurjónsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Oliver Sigurjónsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson. Ljósmynd/Breiðablik

Knattspyrnumaðurinn Oliver Sigurjónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við uppeldisfélagið sitt Breiðablik. Hann kemur til félagsins frá Bodø/Glimt í Noregi.

Oliver hefur leikið 66 leiki með Breiðabliki í efstu deild og skoraði í þeim fimm mörk. Hann er 24 ára og á að baki tvo A-landsleiki fyrir Ísland. 

„Það er fagnaðarefni fyrir Blika að fá Oliver til liðs við okkur enda er hann frábær knattspyrnumaður og mikill karakter. Það er ljóst að hann mun styrkja lið okkar,“ var haft eftir Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabliks, á Facebook-síðu félagsins. 

Oliver lék aðeins samanlagt 36 mínútur með Bodø/Glimt í efstu og næstefstu deild Noregs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert