Mikilvægur lærdómur að ná svona sigri

Hannes Þór Halldórsson varði mark Íslands í nótt og Hólmar …
Hannes Þór Halldórsson varði mark Íslands í nótt og Hólmar Örn Eyjólfsson lék í vörninni allan tímann og skoraði sigurmarkið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Freyr Al­ex­and­ers­son, aðstoðarþjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, sagði við mbl.is að hann væri ánægður með frammistöðu liðsins gegn sterku liði Kan­ada­manna en Ísland vann vináttu­lands­leik þjóðanna, 1:0, í Irv­ing í Kali­forn­íu í nótt.

„Fyrri hálfleik­ur­inn var mjög vel spilaður. Varn­ar­leik­ur­inn var mjög góður, sér­stak­lega ef við tök­um með í reikn­ing­inn að við náðum aðeins tveim­ur æf­ing­um sam­an fyr­ir leik. Kan­ada­menn sköpuðu fá færi í fyrri hálfleik en við feng­um nokk­ur góð færi og hefðu þurft að nýta þau bet­ur," sagði Freyr en Hólm­ar Örn Eyj­ólfs­son skoraði markið eft­ir horn­spyrnu Davíðs Kristjáns Ólafs­son­ar á 21. mín­útu.

Hann sagði að seinni hálfleik­ur­inn hefði verið erfiður. „Kan­ada­menn voru mikið með bolt­ann og settu tals­verða pressu á okk­ur, án þess þó að skapa sér mörg færi. Við erum mjög ánægðir með þá ungu og óreyndu stráka sem kláruðu leik­inn. Það er mik­il­væg­ur lær­dóm­ur að klóra sig í gegn­um svona pressu til að ná fram sigri og það gerðu þeir vel,“ sagði Freyr.

Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari landsliðsins.
Freyr Al­ex­and­ers­son, aðstoðarþjálf­ari landsliðsins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son


Fimm nýliðar léku sinn fyrsta A-lands­leik í nótt og Freyr sagði að í heild­ina hefði leik­ur­inn verið mjög já­kvætt og gott verk­efni. „Já, það er gam­an að fimm nýliðar skuli hafa fengið tæki­færi og það er þeim gríðarlega mik­il­vægt að hafa í kring­um sig reynslu­mikla leik­menn sem nálg­ast verk­efnið af mik­illi fag­mennsku, enda voru menn ein­beitt­ir á að nota leik­inn sem góðan und­ir­bún­ing fyr­ir um­spilið í mars," sagði Freyr Al­ex­and­ers­son við mbl.is.

Seinni leik­ur­inn í ferðinni er gegn El Sal­vador á sunnu­dags­kvöldið og hefst á miðnætti að ís­lensk­um tíma, eins og leik­ur­inn í nótt, en hann er leik­inn í borg­inni Car­son í Kali­forn­íu.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert